Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2008 | 21:01
Hó, hó, hó
Ég óska öllum vinum mínum og óvinum ef einhverjir eru hér á blogginu, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Ríkisstjórn Íslands og ráðamönnum hvort sem þeir eru í bankaráðum eða öðrum svikráðum óska ég einskis, því ef ég óskaði þeim góðs væri það hræsni og ef ég óskaði þeim ills, væri það þvert gegn því sem foreldrar mínir elskulegir innrættu mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2008 | 11:23
"Varamanneskjan" Ásdís Rán
Það væri gaman að vita hvernig maður fer að því að "ýkja" á sér varirnar svo glæsilega að engu líkara er en hún hafi kelað við Nilfisk ryksugu í tvo til þrjá tíma.
Ásdís mundi sóma sér vel á hvaða varamannabekk sem er, eins og reyndar Huggí sem er búinn að troða svo vel í settið á sér að hún er farin að mynna mann á aftur endann á Bavíana.
![]() |
Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 21:22
Afsögn eða ekki afsögn?
Reynir biðst afsökunar og telur að þar með sé málið dautt þar sem hann njóti fulls stuðnings eigenda blaðsins.
Það hefur ekki staðið á fjölmiðlum að krefjast afsagna þeirra sem klúðra einhverju, hvernig væri að sýna fordæmi?
![]() |
Reynir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2008 | 19:51
Aumingjaskapur eða nauðsyn?
Jæja hér er hann, forsmekkurinn af því sem koma skal. Skattar og álögur hækka og skorið niður yfir línuna, einnig hjá þeim sem minnst hafa til þess að mismuna fólki ekki.
Þetta snertir fólk mis mikið, sá sem var undir hungurmörkum verður það áfram þarf bara aðeins meiri stuðning frá hinu opinbera, stór hópur fólks sem sem var við hungurmörkin eða rétt fyrir ofan lendir nú öfugu megin við strikið og þarf stuðning til þess að framfleyta sér. Spurning hvað þetta þýðir þegar öllu er á botninn hvolft, verða útgjöld ríkisins bara ekki hærri þegar upp er staðið.
Getuleysi ríkisstjórnar Geirs H. er algert, og því miður er ég þá ekki að velta því fyrir mér hvort ráðherrum rísi hold eða ráðafrúr vökni á réttum stöðum, það mætti auðveldlega laga með lyfjum og hjálpartækjum. Nei málið snýst einfaldlega um það að þegar hægri hönd ráðherra, réttir aðþrengdri þjóð eitthvað, þá tekur sú vinstri það margfalt til baka.
Svona er Ísland í dag, ég setti skóinn samvisku samlega út í glugga í gærkvöld þegar ég fór að sofa og fékk heiftarlega kjaraskerðingu, í nótt ætla ég að prufa að læsa alla skó niðri fara með meðallanga bæn og vona það besta, og ef Guð er til segir Geir af sér, Imba fer í ævilangt frí og Davíð verður hundur hjá vondum húsbónda.
![]() |
Tillögur um mikinn niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2008 | 18:33
Og hefst nú leikurinn
Jæja þá eru þeir búnir að leggja línurnar í því hvernig rannsóknum á fjármálaóreiðu þotuliðsins verður háttað. Stuttbuxnaliðið í stórkarlaleiknum er þvegið, greitt og fær nýja bleyju (sjálfsagt keypt í Bónus) og beint út að leika á ný.
Þetta kemur svo sem engum á óvart, allir verða hvítþvegnir og svo korter fyrir kosningar verður einhverjum kotungs bónda sem vélaður var til þess að ganga í ábyrgðir einhverstaðar, fórnað til þess að reyna að sína fram á siðferði í Íslenskri pólitík.
![]() |
FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2008 | 16:54
Heimskur réttaritari
Suðurnes eru ekki sveitafélag eins og hæglega mætti skilja af skrifum þess er þessa frétt ritar, heldur eru 5 sveitafélög á Suðurnesjum.
Þetta er því miður ekkert einsdæmi í frétta skrifum í dag, heldur er þetta frekar regla heldur en hitt, hvimleitt og ekki til þess fallið að gera fréttir trúverðugar.
Fréttamenn vandið ykkur!
![]() |
Hópslagsmál á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.11.2008 | 20:32
Ólögmæt my... leiðrétting
Stundum verður maður að éta ofaní sig og það geri ég nú.
Viðkomandi aðili hafði EKKI fengið boð um að hann ætti að sitja af sér, áður en hann var handtekinn. Hins vegar mátti hann alveg búast við þessu og hann þarf að greiða sínar sektir alveg eins og við hin, og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2008 | 14:29
Ólögmæt my ass!
Viðkomandi einstaklingur mun hafa verið búinn að fá nokkrar tilkynningar um að hann ætti að hefja afplánun en kaus að sinna þeim ekki. Þar með var gefin út handtökuskipun á hann.
Hann getur engum um kennt nema sjálfum sér og aðgerðir fólks við lögreglustöðina til þess að fá hann lausan geta því ekki kallast annað en skrílslæti.
Hann er því ekki píslarvottur heldur í besta falli vitlaus.
![]() |
Engin lagaheimild fyrir handtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 11:19
Björgunarleiðangur?
Skrítin tík þessi pólitík. Þrælsótti IGS við íhaldið er með ólíkindum. Vissulega þarf að vinna vel og ötullega að því að bjarga Íslensku efnahagslífi, en það er allt svo erfitt með stjórn sem nýtur nánast engrar virðingar og virðist helst vera í því að tryggja það að skussarnir þurfi ekki að líða fyrir afglöpin sem leiddu til hruns bankakerfisins og hafa komið okkur í mestu ógæfu sem yfir þessa þjóð hefur gengið síðan í móðuharðindunum.
Frekar vill IGS kljúfa Samfylkinguna en að slíta "ástar"samstarfinu við Íhaldið.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 22:45
Guantanamo
Það er svo sem löngu kominn tími á að loka þessari skítaholu sem Guantanamo fangelsið er, þó svo að heimurinn kalli þetta fólk sem þarna er hýst án dóms og laga hryðjuverkamenn, þá má heldur ekki gleyma því að þeir kalla baráttumenn frelsis eða "freedom fighters" og eru að berjast við erlendan innrásarher.
Það gengur bara ekki lengur að ef þjóð á nógu mikla peninga og öflugan her, þá geti hún í krafti þess kallað aðra þjóð ef hún er ósátt við stjórnarhætti, trúarbrögð eða siði, hryðjuverkamenn og ráðist inní viðkomandi land.
![]() |
Láta skal Guantanamo-fanga lausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar