Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2009 | 15:20
Vér mótmælum
"Vísindamennirnir, sem starfa hjá Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna, komust að því að þeir sem borðuðu mjög mikið af rauðu kjöti og unnum matvörum juku hættu á dauðsföllum í heildina".
Ég er nú svo sem enginn sérfræðingur en ég hélt í einfeldni minni að líkurnar á dauðsföllum hjá þeim sem borða rautt kjöt og þeim sem gera það ekki væri nákvæmlega sú sama þ.e. hvorir tveggja deyja ca. einu sinni.
Og áfram heldur veislan, "Á 10 ára tímabili ókst hættan á dauðsföllum af heilsufarsástæðum", ég spyr, deyja ekki allir af heilsufarsástæðum?
Þetta er í heildina snilldar grein og ég efast ekki um að höfundurinn sé gríðarlega stolltur.
![]() |
Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 13:15
Sorrí þetta var óvart
Þá er það komið í ljós, þetta voru mistök rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokki. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka þetta, ég veit hins vegar að ef ég brýt af mér þá þýðir ekki að segja "fyrirgefðu þetta voru mistök", á einn eða annan hátt verð ég að gjalda brotsins annað hvort með sektum eða fangelsi.
Hvar var þetta blessaða fólk þegar lögin voru samþykkt árið 2006? Allavega ekki að sinna sínum verkum, þetta eru drullusokkar allt saman og ég hvet fólk til þess að láta þessa flokka gjalda "mistakanna" í komandi kosningum.
![]() |
Samfylkingin bætir fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 14:20
Hvalræði
Ég hef áður lýst því að ég er hlynntur hvalveiðum, en ég set spurningamerki við tímasetninguna á útgáfu hvalveiðikvóta.
Höfum við virkilega efni á því að slást við alþjóða samfélagið um veiðar á nokkrum hvölum þegar við erum með allt niður um okkur fjárhagslega og mannorð sem er einskis virði?
Ég veit ekki hvort er verra: Skítlegt eðli Einars K. að skella þessum kvóta á rétt áður en hann missti ráðherra stólinn, eða gungu háttur Steingríms J.
Það ætti að spyrða þá saman "sægreifann" og "kjaftaskinn" og henda þeim út í ystu myrkur.
![]() |
Hætta að kynna íslenskar vörur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 23:44
Hvað var eiginlega fjarlægt?
Undarlegt klúður og dómgreindarleysi hjá ISG að reyna að hvít þvo sjálfa sig á kostnað annara, það er engin afsökun að fjármálaeftirlitið og seðlabanki hafi ekki brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar, staðreyndin er sú að IGS og GHH voru skipstjórarnir á skútunni og og gátu barið þessa aðila til hlíðni, að halda öðru fram jafngildir því að dæma sjálfa sig vanhæfa.
Þetta upphaf kosningabaráttu hennar er klúður og undirstrikar það eitt að hún á að sjá sóma sinn í því að draga sig í hlé eins og annað hyski sem ber ábyrgð á gjaldþroti Íslands.
Það vita allir að á meðan óveðurský hrönnuðust upp á fjármálahimninum, var ISG upptekin við að flengjast heimsenda á milli í einkaþotum til þess að reyna að troða okkur í öryggisráð SÞ og kostaði til þess hundruðum milljóna sem betur hefði verið varið til gagnlegri hluta eins og t.d. heilbrigðiskerfið.
Burt með þessi djö... spillingaröfl!!!
![]() |
IMF varaði við í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 20:46
Þarfasta málið á þingi...
... eða hitt þó heldur. Ég hélt í einfeldni minni að þingmenn beittu öllum sínum kröftum í það að leysa fjármálavanda þjóðarinnar, en nei ekki aldeilis.
Það læðist að manni sá grunur að á bak við þetta frumvarp séu hópur leiðindafólks fullt af öfund þar sem það sjálft teldist ekki söluvara nema á útsölumarkaði.
![]() |
Refsivert að kaupa vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 11:11
Ég tek ofan...
...fyrir Valgerði Bjarnadóttur. Þar sem Þorra er u.þ.b lokið er komin tíma á að súru pungarnir séu settir til hliðar þ.e. Dabbi og co.
Það læðist að manni sá grunur að þessir "mætu" menn séu algerlega veruleika fyrtir og haldi að þeir séu ósnertanlegir. Það er orðið tímabært að leiða þessa jólasveina út út bankanum með valdi berhátta þá og velta upp úr tjöru og fiðri.
Enn og aftur gott hjá Valgerði.
![]() |
Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 07:30
Íslandssonur

![]() |
Magnús krafinn um tæpan milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 00:43
Bull í Steinari
Eftir að hafa hlustað á upptöku af samtali forsetans við þýska blaðamanninn í fréttum sjónvarpsins, verð ég að segja að Steinar hefði átt að halda kjafti þar til hann hafði heyrt hana. Í samtalinu kemur hvergi fram að íslendingar ætli ekki að greiða, heldur talar forsetinn um að hinn almenni íslendingur skilji ekki hversvegna hann er í þessum hremmingum að þurfa að greiða óreiðu skuldir annarra.
Þýski blaðamaðurinn er annað hvort ákaflega illa að sér í ensku eða skáldar hreinlega viðtalið. Ég skil vel að Steinari blöskri þessi frétt en honum hefði verið nær að kynna sér allar staðreyndir málsins áður en hann hefur uppi gífuryrði í fjölmiðlum.
Heill forseta vorum og fósturjörð og burtu með Davíð. hehe
![]() |
Svakalegt að fá þetta í andlitið núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 00:22
Fyrirbærið Björn
Þá er loksins horfin á braut úr embætti sá dómsmálaráðherra sem hvað flest hryðjuverk hefur framkvæmt á íslenskri löggæslu.
Í tilraun sinni til þess að lauma íslenskri leyniþjónustu inn bakdyramegin þ.e. með því að efla embætti vinar síns ríkislögreglustjóra hefur hann svelt önnur lögreglu embætti landsins og refsað lögreglustjórum sem náðu gríðarlega góðum árangri með því að hrekja þá úr embætti eins og gerðist t.d. á Suðurnesjum.
Björn ætti ekki að gagnrýna Jóhönnu, því hefur hann ekki efni á, heldur ætti hann að finna sér holu og skríða ofan í hana.
En því miður ég held að hann hafi ekki þann vott af sómatilfinningu sem þarf til þess að gera sér grein fyrir því hversu mikið hann á að skammast sín.
Skrítin sending úr dýraríkinu: Björn sem vann á hraða snigilsins, hagaði sér eins og asni og með eyru eins og fíll.
![]() |
Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 21:27
Dónaskapur
Að gefa út veiðiheimildir á hval á síðasta degi í Ríkisstjórn er argasti dónaskapur og sóðaskapur í stjórnsýslu. Með þessu er EK að gefa nýjum stjórnvöldum langt nef og koma þeim í vandræði, smásálar háttur af verstu gerð, og ætlaður til þess að hefna stjórnarslitanna frekar en að gera þjóðinni gagn, enda hefur Sjálfstæðis flokkurinn aldrei verið annað en hagsmuna samtök fámennrar hroka klíku sem gefur dauðan og djöfulinn í hinn almenna íslending sem er í þeirra augum ekkert annað en búfénaður sem má blóðmjólka að vild.
Djöfulsins fokking fokk Einar Kristinn, það er hreinsun af því að losna við þig úr ráðuneytinu.
![]() |
IFAW: Undrun og vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar