Aumingjaskapur eða nauðsyn?

Jæja hér er hann, forsmekkurinn af því sem koma skal.  Skattar og álögur hækka og skorið niður yfir línuna, einnig hjá þeim sem minnst hafa til þess að mismuna fólki ekki. 

Þetta snertir fólk mis mikið, sá sem var undir hungurmörkum verður það áfram þarf bara aðeins meiri stuðning frá hinu opinbera, stór hópur fólks sem sem var við hungurmörkin eða rétt fyrir ofan lendir nú öfugu megin við strikið og þarf stuðning til þess að framfleyta sér.  Spurning hvað þetta þýðir þegar öllu er á botninn hvolft, verða útgjöld ríkisins bara ekki hærri þegar upp er staðið.

Getuleysi ríkisstjórnar Geirs H. er algert, og því miður er ég þá ekki að velta því fyrir mér hvort ráðherrum rísi hold eða ráðafrúr vökni á réttum stöðum,  það mætti auðveldlega laga með lyfjum og hjálpartækjum.  Nei málið snýst einfaldlega um það að þegar hægri hönd ráðherra, réttir aðþrengdri þjóð eitthvað, þá tekur sú vinstri það margfalt til baka.

Svona er Ísland í dag, ég setti skóinn samvisku samlega út í glugga í gærkvöld þegar ég fór að sofa og fékk heiftarlega kjaraskerðingu, í nótt ætla ég að prufa að læsa alla skó niðri fara með meðallanga bæn og vona það besta, og ef Guð er til segir Geir af  sér, Imba fer í ævilangt frí og Davíð verður hundur hjá vondum húsbónda.Halo


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"í nótt ætla ég að prufa að læsa alla skó niðri fara með meðallanga bæn og vona það besta, og ef Guð er til segir Geir af  sér, Imba fer í ævilangt frí og Davíð verður hundur hjá vondum húsbónda.Halo"

Guð er ekki til, þú færð bara ískaldan raunveruleikann í skóinn. Væri ekki betra að fá kartöflu á grillið?

Björn Birgisson, 14.12.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Það má alltaf notast við góða kartöflu eða tvær.

Róbert Tómasson, 14.12.2008 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband