Færsluflokkur: Bloggar

Enn og aftur "Vesalingar!!!"

Athyglisverðar afsakanir Davíðs og ótrúlegt að Seðlabanki hafi ásamt ríkisstjórn vitað af stöðu bankanna fyrir ári síðan án þess að aðhafast neitt.

"Það hlustaði enginn á mig" segir hann án þess að blikna, þar með virðist hann vísa ábyrgðinni alfarið á ríkisstjórn Geirs H. hver annar hefði svo sem átt að grípa í taumana?

Skrípaleikurinn heldur áfram hver vísar á annan og sýnist mér að Davíð hvít þvoi Seðlabankann af öllum sökum, maður hlýtur að spyrja sig, " hvað þiggja bankastjórar og bankaráðsmenn Seðlabanka Ísland laun fyrir ef þeir bera enga ábyrgð?" 

Þegar loks kemur að þeim langþráða degi að Davíð Oddson hrökklast frá hvort sem það verður á eftirlaun eða yfir móðuna miklu og niður, þá ætla ég að lyfta glasi og segja "Skál, Bermúda skál" og votta andskotanum samúð mína.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmur heimur

Ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum og stundaði nám við Háskólan í Álaborg.  Þar kynntist ég miklum sómamanni af Tútsí ætbálkinum.  Hann þurfti reglulega að leggjast inná geðveikrahæli þegar draugar fortíðarinnar lögðust á hann en allir hans nánustu ættingjar höfðu verið myrtir af Hútúum.

Þetta kemur upp í huga minn núna þegar ég les  þessa frétt og hugsa um það hvað ég er búinn að væla yfir stöðu okkar Íslendinga þessa dagana.

Móðir mín er á lífi, bræður mínir báðir eru á lífi og engin af ættingjum mínum hefur verið afhöfðaður á meðan heimurinn horfði á og aðhafðist ekki neitt.  Ég skammast mín.


mbl.is Samið um samstarf gegn hútúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóðaskapur og sorgleg dagskrá

Þetta eru alvarleg tíðindi álit Samkeppnisstofnunar fyrir RUV, að RUV noti í rauninni skattfé þ.e. peningana mína og ykkar til þess að drepa niður samkeppnina, að mínu mati drullusokksháttur af versta tagi og að sjálfsögðu eins og annarstaðar í ríkisbatteríinu enginn ábyrgur.

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig RUV sem öll þjóðin er skikkuð til þess að greiða afnotagjöld í einu eða öðru formi kemst upp með það að þjóna að því er virðist að langmestu leiti minnihluta hópum.  Á þetta ekki að heita sjónvarp allra landsmanna? spyr sá sem ekki veit.

Nú hlýtur þetta athæfi að teljast refsivert á einhvern hátt og ég vona að þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þessu ófyrleitna athæfi leiti réttar síns.

Lifi SKJÁRINN!!!

Og: Burt með spillingarliðið.  hvar svosem það heldur sig.


mbl.is Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað jákvætt

Jæja þá kom loksins að því að ég er bara nokkuð ánægður með yfirlýsingar ráðherra, en það eru þau ummæli ISG að skera á niður útgjöld utanríkisþjónustunnar meðal annars með því að loka 2 sendiráðskrifstofum og 2 ræðismannsskrifstofum, ekki nóg að mínu mati en ágætis byrjun.

Hún ætlar líka að skera niður útgjöld varnarmálaskrifstofu sem er lógískt þar sem þeir sem fá greitt fyrir að vernda okkur eru líka þeir sem líklegastir eru til þess að ráðast á okkur um þessar mundir.

Mér er slétt sama þótt ISG hafi mismynnt um kostnaðinn við að Bretarnir komi hingað það er auka a  tryði, aðal atriðið er að þeir komi ekki það væri siðlaust.


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómaklega vegið að þjóðinni!

Þessi ríkisstjórn sem nú situr sem fastast eins og rasshárin séu saumuð í stólana er móðgun.

Það má ekki gagnrýna hana eða hafa aðrar skoðanir þá er "ómaklega vegið að þeim".

Það að Björgvin hafi ekki verið upplýstur um stöðu mála er engin afsökun, í svona stórum málum ber honum að sækja upplýsingarnar ef þær koma ekki.

Það var ríkisstjórnin sem gaf græðginni tækifæri til þess að koma heilli þjóð nokkrar kynslóðir fram í tímann í ógöngur og ef það væri ein einasta ærleg taug í hún farin frá völdum.

Burt með spillingarliðið.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni 1 - Valgerður 0

Þar kom loksins að því að þingmaður verður uppvís að stórglæp.  Bjarna Harðarsyni varð fótaskortur á lyklaborðinu á tölvunni sinni og axlar ábyrgð og segir af sér þingmennsku.

Glæpur Valgerðar (að gefa bankana) er að sjálfsögðu smávægilegur og bliknar í samanburði við glæp Bjarna.  Þess vegna situr hún en á þingi og skammast í sjálfri sér yfir þeim gjörningi.  Þó gætu ástæðurnar verið fleiri:  

1. Rassinn á henni er svo þungur að hann verður ekki fjarlægður nema með stórvirkum vinnuvélum.  2.  Réttlætiskenndin svo lítil að hún finnst bara með smásjá.                                                                3. Hún á engan annan samastað. 

Svona mætti lengi telja en ég nenni því ekki.

Burt með spillingarliðið.


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinsæll fáráður

Óvinsældir Bush held ég að stafi fyrst og fremst af því að Bandarískur almenningur gerði sér grein fyrir því að þeir hafa í tvígang kosið yfir sig fáráð sem hefur engar aðrar lausnir en hervald þegar kreppir að.

Sama gæti verið uppi á teningnum hér á Íslandi, það er að renna upp fyrir fólki að við kjósum nánast hugsunarlaust eftir flokkspólitískum línum án þess að eyða of miklum tíma í að reyna að komast að því hvort viðkomandi hafi getu eða hæfileika til þess að takast á við þau mál er upp kunna að koma.

Þess vegna sitjum við uppi með kjaftaska, vesalinga og fólk sem almennt hefði ekki til hnífs og skeiðar ef það ætti að bjarga sér á almennum markaði.

Burt með spillingarliðið!


mbl.is Bush óvinsælasti forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill, minni, minstur

Nei þeir eru ekki að tala um tippið á sér, heldur er verið að reyna að komast að því hver er minnsti skúrkurinn á íslandi í dag.

Það er frekar sorglegt þegar úrvalið af skúrkum er það mikið og úr svo mörgum að velja að umræðan snýst ekki lengur um það hver sé skúrkur og hver ekki, heldur hver er minnsti skúrkurinn.

Betur að málin væru þannig að þeir væru að tala um tippin á sér. Blush

Burt með spillingarliðið!


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LJúga ekki syndum á sjálfa sig -

frekar en Jón sálugi í Gullnahliðinu, en hver er lygarinn og hverjum á að trúa?  Ég væri hauga helv. lygari ef ég segðist trúa einhverjum af þessu paríerum, þeir eru álíka trúverðugir og auglýsing frá helvíti sem biði upp á eilíft líf í 30 stiga hita.

Leifum þeim að ljúga syndum á hvor annan en lokum þá inni á meðan svo við hin fáum frið.  Svo skora ég á menn að vera ekki að grýta eggjum í Alþingishúsið, grýtum alþingismennina og höfum þau harðsoðin.Halo


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingeldur Björn Bjarna

Enn einu sinni hnýtir BB í forsetann fyrir það að hafa stöðvað fjölmiðlafrumvarpið svokallaða á sínum tíma.

Hann skilur ekki enn að það var ekki frumvarpið sem fólk var ósátt við heldur hvernig nauðga átti því uppá þjóðina.  Forsetinn sýni styrk og skörungskap þegar hann stöðvaði frumvarpið, ólíkt gunguskap sjálfstæðis og framsóknar skítaðalsins þegar þeir neituðu þjóðinni um að fá að kjósa um það.

Spurning hvort Þjóðleikhúsið taki ekki upp verkið Vesalingarnir eftir Strindberg þar sem ríkisstjórnin gæti farið með aðalhlutverkin.

Burt með spillingarliðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband