Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2008 | 15:49
Víkingar: Burt með spillingarliðið
Loksins, loksins. Ég var farinn að halda að víkinga eðlið væri dautt í Íslendingum, hafi það þá nokkru sinni verið til.
Forfeður okkar flýðu ofríki Noregs konungs svo þeir mættu lifa sem frjálsir menn. Nú er svo komið að enn ein elítan hefur reynt að hefta þjóðina í fjötra og gera hana að þrælum og sjálfa sig að konungum.
Sem betur fer eru þeir svo fáir að í stað þess að við þurfum að hrökklast úr landi með þær fátæklegu eigur sem við höldum ennþá ef einhverjar eru, þá getum við strípað þessa vesalinga miljörðunum sem þeir hafa eignast á frekar skuggalegan hátt og rekið þá úr landi, bið gætum kannski leigt Jan Mayen fyrir lítið handa þeim.
Þið sem eruð núna við Alþingishúsið, ÁFRAM ÍSLAND.
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!
![]() |
Hiti í mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 21:15
BJÖÖÖÖRN ojbjakk
Mikið er nú þessi guðsvolaði Dómsmálaráðherra okkar orðinn þreytandi, talar ýmist í norður eða suður og virðist oftast ekki vera í sambandi við raunveruleikann.
Nú þegar upparnir eru farnir að óttast það að verða rassskelltir í orðsins fyllstu merkingu, þá ku hann vera á fullu að setja lög svo meðhöndla megi mörlandan nánast sem terrorista ef svo ber undir. Þegar ofbeldið var bundið við miðborgina og skemmtistaði landsins þá var hægt að skera niður og fækka löggum. Það er ekki sama Jón og séra Jón.
Kominn tími á að setja þennan mann í Ísbjarnarbúning og senda hann á grímuball norður í Skagafjörð.
![]() |
Valtýr rannsakar ekki starfsemi bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 18:41
Heir, heir, Geir!
Loksins er ég sammála Forsætisráðherra, látum þessar hor þjóðir ekki kúga okkur. Það þarf að láta þá skilja það að málið snýst einfaldlega um það að annað hvort greiðum við á okkar forsendum eða ekki neitt. Þeirra er valið.
Hvað ættu þessar þjóðir svo sem að gera, setja á okkur viðskiptabann? Íslendingar hafa áður lifað á fiski, lambakjöti og kartöflum og geta það alveg aftur enda herramanns matur. Eins og Geir sagði áður, þegar vinir manns bregðast þá þarf að finna sér nýja vini.
Hann rembist sem rjúpa hann Brown
að hafa af okkur gjaldeyris lán
hann er leiður og spes
með rass fyrir fés
og trúið mér, he´s going down
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 07:50
Valtýr "á villigötum" Sigurðsson
"Hins vegar sé það ekki einfalt mál og nauðsynlegt að afmarka rannsóknina með einhverjum hætti fyrst. Annars væri hún eins og óútfyllt ávísun sem gæti kostað ríkið nokkur hundruð milljónir." Þetta segir Valtýr orðrétt.
Nokkur hundruð miljónir þóttu ekki mikið þegar rannsaka þurfti Baug, nokkur hundruð miljónir þóttu ekki mikið þegar gera þurfti starfsloka samninga við einhverja gæðinga, en nú er þetta allt í einu orðið stórfé þegar rannsaka þarf hugsanlega stærstu glæpa og fjársvikamál Íslandssögunnar.
Burt með spillingarliðið.
![]() |
Verður alltaf íslensk rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 20:40
Ekki benda á mig
Mig hefur stundum dreymt það að allar mínar skuldir "hyrfu" á einhvern yfirnáttúrulegan hátt, en það gerist víst bara í ævintýrum svo ég sit uppi með allar mínar syndir og skuldbindingar, vill nefnilega svo til að ég er enginn prins á hvítum hesti sem fær að klípa í bossann á Mjallhvíti eða Þyrnirós.
En í bönkunum er þetta öðruvísi, þar leysir fólk vind og það kemur engin lykt, þegar það dettur kemur silkipúði eins og fyrir töfra og tekur af þeim fallið.
Og ef þeim hefur orðið á að kaupa eitthvað sem stuttu seinna reynist vera verðlaust, nota bene greitt með lánum, þá eru lánin á einhvern yfirnáttúrulegan hátt núlluð út, sem sagt eintómir prinsar og prinsessur og ævintýrið heldur áfram hjá þeim.
Ég skil ekki hvers vegna, en einhverra hluta vegna er mér farið að þykja svolítið vænna um nornirnar og drekana og hin skrímslin í ævintýrunum.
![]() |
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 19:12
Bush og samkynhneigðir

![]() |
Hjónabönd samkynhneigðra ólögleg í Kaliforníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 15:34
Móðgun við afgreiðslufólk á kassa...
að líkja þingmönnum við það. Afgreiðslufólk á kössum hvort sem það er hjá Bónus eða öðrum verslunum sinnir sínu starfi, sama er því miður ekki hægt að segja um þingmenn sem gagga nú eins og hænur hver í kapp við annan og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Það er kannski svo sem engin furða því hanarnir þ.e. ráðherrarnir eru gjörsamlega geldir og óhæfir til allra verka. Það hefur verið lenska hér að kjósa þá á þing sem gagga hæst og þess vegna sitjum við uppi með sem er í besta falli eins og lélegur saumaklúbbur
Þetta er eini staðurinn á Íslandi sem ég veit um þar sem ég held að fuglaflensa gæti geisað og orðið til góðs.
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.11.2008 | 00:16
Fellur fleira en krónan
Hvernig ætli það sé með Nýja Glitni ætli þeir reddi svona konum á kaupleigu eða þurfa menn að safna?
Og hvernig er það ef menn borga svo ekki, flokkast það ekki undir BRÚÐAR hnupl?
En að öllu gamni slepptu þá finnst mér þetta frekar ógeðfelld verslun.
![]() |
Brúðir falla í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 18:35
Flengdur af Fjandanum

![]() |
Snarpur skjálfti við Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2008 | 00:11
Björn er misskilningur...
frá upphafi til enda alveg sama hvernig á hann er litið. Allur hans ferill er meira eða minna misskilningur, Íslenskur her og leyniþjónusta svo eitthvað sé nefnt af þeim "snilldar hugmyndum" sem hann hefur fengið.
Það að þessir tveir ágætu menn skuli svo mikið sem vera orðaðir við þessa rannsókn er hneisa, svo vægt sé til orða tekið og þeir ættu að sjá sóma sinn í því að biðjast undan þessu hlutverki.
Eitt helsta "afrek" Björns er að reyna að lauma leyni þjónustunni sinni inn bakdyra megin með auknum fjárveitingum og "eflingu" ríkislögreglu stjóra embættisins á kostnað annarra lögreglu embætta sem aftur leiðir af sér að varla er hægt að halda uppi almennri löggæslu í landinu.
Björn þú ert ekki flokki þínum til framdráttar heldur dragbítur og í næstu kosningum segjum við "farvel"
![]() |
Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar