Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2008 | 08:08
Landinn að bjarga sér
Þegar harðnar á dalnum grípa menn til óyndisúrræða til þess að bjarga sér. Eyvindar eðlið er í okkur öllum, en í dag snýst það ekki um sauða þjófnað heldur að redda sér bensíni á bílinn og smáhnupl í búðum.
Ekki efa ég það að það verða settir á fót starfshópar til þess að þessir óprúttnu einstaklingar fái flýtimeðferð í kerfinu svo koma megi þeim bak við lás og slá, þó svo að stóru glæpamennirnir sem með samráði stálu kerfisbundið frá nánast hverju mannsbarni þjóðarinnar, gangi en lausir.
Og á meðan Eyvindur og Halla nútímans mega hírast í niður níddum hreysum sem þau eiga ekki lengur krónu í, býr auðvaldið ennþá í höllum og ferðast um í eðal vögnum og þarf ekki að stela á þá bensíni, þar sem þeir eiga jú evrur og fleira fínerí sem þeir eignuðust á fullkomlega "löglegan" hátt til þess að greiða fyrir.
SVONA ER ÍSLAND Í DAG.
![]() |
Feiknarleg hrina auðgunarbrota í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2008 | 14:16
Í MYNNINGU
Ástkær vinkona mín og lífsförunautur, Krónan er látin.
Ég man þegar ég eignaðist hana í fyrsta skipti, hún var ekki stór, en hún skein svo skært eins og gull í sólinni, og ég var stoltasti maður á jarðríki.
Hún breyttist mikið í gegnum tíðina, eina stundina var hún bústin og sælleg, hina næstu grindhoruð og svo lasburða að hún dugði varla til nokkurra verka en alltaf þótti mér vænt um hana því hún var mín. Við vorum ekki alltaf sammála, stundum sáumst við ekki dögum og vikum saman og ég verð að viðurkenna að oft skipti ég á henni og einhverju sem mig langaði meira í þá stundina, en alltaf kom hún aftur og aldrei lét hún mig gjalda flónsku minnar.
En undanfarið hefur hún ekki verið söm, hún hefur verið misnotuð af vondum mönnum sem ekki sáu fegurðina í henni heldur hugsuðu um eigin hagsmuni. Ég kvartaði oft til yfirvalda sem skelltu skolla eyrum við kvörtunum mínum og létu sem þeir heyrðu ekki neyðar óp minnar ástkæru krónu, þeir höfðu víst annað að hugsa um og ég var víst ekki nógu stór til þess að mark væri á mér tekið.
Stundum virtist hún vera að ná sér á strik, en svo féll hún aftur og aftur og undir það síðasta þegar bankarnir sem höfðu verið hennar annað heimili, lokuðu á hana dyrunum einn af öðrum og hún var hvergi velkomin, þá horfði ég á hana veslast upp og nánast hverfa fyrir augum mínum.
Læknarnir stóðu ráðþrota yfir þessum sjúkdómi sem hana hrjáði og þeirra eina lausn var að bæta við stýrivaxta sprauturnar sem að því er virtist höfðu þver öfug áhrif og á endanum gengu af henni dauðri.
Ástkær Króna, ég þakka þér samfylgdina á lífsleiðinni og bið þig að fyrirgefa að ég studdi þig ekki betur þegar þú þurftir á mér að halda. Hvíl þú í friði, þín verður sárt saknað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 21:18
Bubbi Kóngur fallinn!
Það hefur margt verið sagt um Davíð bæði gott og slæmt. Hann átti glimmer feril framan af en svo fór að halla undan fæti.
Sorglegt þegar menn þekkja ekki sinn vitjunar tíma, það hefði verið farsælla að að hætta á toppnum með höfuð hátt heldur en að hrökklast út, búinn að gera uppá bak.
Sorglegt...
![]() |
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 17:20
Þér morðingjar
Það er ljóst að stýrivaxta hækkunin sem IMF fer fram á, gengur að öllum líkindum af þeim fyrirtækjum sem hugsanlega hefðu staðið af sér kreppuna, dauðum.
Maður hlýtur að spyrja sig að því hver tilgangurinn er, á kannski að hirða okkar ástkæra litla land á brunaútsölu fyrir "skid og ingen ting" og láta okkur éta það sem úti frýs?
Það laumast að manni sá grunur að Bretar hafi eitthvað haft puttana í þessu máli. Því segi ég "gefum skít í þá og borgum þeim ekki krónu", þetta er jafn ljótasta þjóð í heimi og nú kemur á daginn að innrætið er í stíl við útlitið, ef ekki verra.
Hugsum um okkur og enga nema okkur, það er greinilegt að þegar harðnar á dalnum verður hver að hugsa um sjálfan sig.
![]() |
Frostkaldur andardráttur IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 16:56
Svía Grýlan
Það er ég viss um að þessi "þakkarræða" Bildt hefur verið samin eftir sníkjur Íslenskra stjórnvalda til þess að reyna að réttlæta eitthvað mesta kjaftæði sögunnar.
Kæmi mér ekki á óvart að eftir þessi orð hafi hann "snúið undan sér og hlegið" eins og kellingin sagði.
![]() |
Íslandi þakkað framboðið til öryggisráðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 09:02
Má ég líka !
Ég veit svo sem að ég næ því ekki að verða fyrsti íslendingurinn til þess að borga ekki af skuldum mínum, en mér er svo sem sama.
Ég tek þetta bara í anda ungmennahreyfingarinnar, það er jú ekki aðalatriðið að vinna, bara að vera með.
Með Samúræja kveðju til allra sem eru í sömu sporum.
![]() |
Kaupþing borgaði ekki af samúræjabréfunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2008 | 19:46
Listin að halda kjafti
Nú þegar allt er komið í bál og brand í fjármálum Íslendinga, landið nánast gjaldþrota og aðhlátursefni um víða veröld, ryðjast Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi fram á sjónasviðið og þykjast vera með lausnir.
Þegar ég var barn og vissi uppá mig skömmina í einhverju máli þar sem ég hafði framið einhver óknytti eða skammar strik, tók ég yfirleitt þann pólinn í hæðina að læðast með veggjum og láta lítið fyrir mér fara.
Það er alkunn staðreynd að Framsóknar menn eru höfuð arkitektar að kvóta kerfinu sem við búum nú við og er eitt það allra versta sem Íslenska þjóð hefur hent, auk þess að vera hjálpar kokkar í eftirlitslausu, einkavæðingar glapræði sem nú er þess valdandi að ég ásamt öllum Íslendingum þarf að skrifa uppá víxil fyrir hönd barna barna minna.
Framsóknarmenn ættu að hafa vit á því að láta lítið fyrir sér fara og læðast með veggjum því skömm þeirra er mikil og þeir ættu raunar alls ekki að sjást nema í gapastokki á Austurvelli þar sem almenningi gæfist kostur á að híða þá gegn vægu gjaldi.
![]() |
Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2008 | 12:35
Ég er EKKI feministi !!!,
frekar svolítil karlremba ef eitthvað er. EN ég mun alltaf verða harður talsmaður þess að sömu laun skulu greidd fyrir sömu vinnu.
þess vegna er mér alveg gjörsamlega fyrirmunað að skilja þetta kjaftæði að Finni Sv. skuli boðin hærri laun en starfssystrum hans í hinum ríkisbönkunum.
Ég spyr, "Hvernig á að nást jafnrétti í launamálum ef ríkið gengur ekki á undan og sýnir fordæmi ?"
Það fólk sem ákvað þessi laun lýsir sig um leið vanhæft til þess að sinna þessum málum og ætti að finna sér eitthvað annað að gera.
Tími drullusokka pólitíkur ætti að vera liðinn.
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 02:27
Detti mér nú allar dauðar lýsir
Hvernig í ósköpunum stendur á því að félög sem reglulega standa fyrir lands sníkjum til þess að standa undir rekstrar kostnaði, hafa allt í einu fjármuni til þess að tapa í fjárglæfra starfsemi?
Ég hef í gegnum tíðina hneykslast gríðarlega á því að svona félög skuli þurfa að leita á náðir almennings í landinu til þess að standa undir rekstri.
Ég bið þau allra náðarsamlegast hér eftir að leita eitthvað annað en til mín þegar vantar pening, ég ætla ekki að leggja þeim til spila pening.
![]() |
Óvissa ríkir um fjármuni margra félagasamtaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 16:11
Þeir sletta skyrinu
sem búa í glerhúsum.....
Þessir aðilar sem nú kenna erlendum bönkum um íslenskar ófarir eru sennilega þeir sem stærstan þátt eiga í allri þessari vitleysu sem nú ríður yfir þjóðina. Stjórnendur banka sem fóru offari í fjárfestingum og lánveitingum, eftirlitsstofnanir sem greinilega höfðu eftirlit með einhverju allt öðru en þeir áttu að gera og stjórnvöld sem hugsuðu meira um að ganga í Sloggi nærfötum svo þeir mynduðust betur en að sinna þeim skyldum sem þau voru kjörin til.
Það er fínt að geta kennt öðrum um, því þá dregur maður athyglina frá eigin ábyrgð og vankunnáttu. Það var jú miklu skemmtilegra að flengjast á einkaþotum milli landa til þess að sníkja atkvæði í öryggisráð SÞ en að stjórna landinu, enda miklu fínna að skola niður kavíar með kampavíni með útlenskum stórmennum, en að éta slátur og grjónagraut með mörlandanum.
Ég skora enn og aftur á þetta "ekki" ágæta fólk að breyta einu sinni rétt og segja af sér öll sem eitt.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar