Listin að halda kjafti

Nú þegar allt er komið í bál og brand í fjármálum Íslendinga, landið nánast gjaldþrota og aðhlátursefni um víða veröld, ryðjast Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi fram á sjónasviðið og þykjast vera með lausnir.

Þegar ég var barn og vissi uppá mig skömmina í einhverju máli þar sem ég hafði framið einhver óknytti eða skammar strik, tók ég yfirleitt þann pólinn í hæðina að læðast með veggjum og láta lítið fyrir mér fara.

Það er alkunn staðreynd að Framsóknar menn eru höfuð arkitektar að kvóta kerfinu sem við búum nú við og er eitt það allra versta sem Íslenska þjóð hefur hent, auk þess að vera hjálpar kokkar í eftirlitslausu, einkavæðingar glapræði sem nú er þess valdandi að ég ásamt öllum Íslendingum þarf að skrifa uppá víxil fyrir hönd barna barna minna.

Framsóknarmenn ættu að hafa vit á því að láta lítið fyrir sér fara og læðast með veggjum því skömm þeirra er mikil og þeir ættu raunar alls ekki að sjást nema í gapastokki á Austurvelli þar sem almenningi gæfist kostur á að híða þá gegn vægu gjaldi.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo skrýtið með það, að Framsókn er þó að vinna í því sem þarf að vera að vinna í sem aðrir flokkar ættu líka að vera að gera. Allt of lengi var gert ekki neitt. Auðvitað á Ísland að vera aðili að ESB og evrunni, ekki einungis að taka við löggjöfum sem aðrir búa til. Eigum að koma að sjálfu regluverkinu og vinna með Norðurlöndunum í þeim niðurstöðum. Þetta heitir að nútímavæðast góurinn minn

Það þurfti að setja á kvótakerfi á sínum tíma, allur fiskurinn var að klárast í sjónum og það vitum við sem bjuggum við sjávarútveginn sem okkar aðalatvinnuveg á landsbyggðinni. Þetta var stjórnlaust gjörsamlega. En, að kvótinn yrði braskaramatur átti aldrei að gerast. Núna er hægt að laga það, þar sem sjávarútvegurinn er í eigu bankanna núna og þar með ríkissjóðs. Það þurfa samt að vera reglur og kvóti, svo við göngum ekki aftur svona nærri öllum fiskistofnum. Takk fyrir.

Soffía (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Farið nú að hætta þessum RUGL hræðsluáróðri um að ESB þýði endalok alls sem íslenskt er, brátt munu þessar raddir verða þaggaðar niður og reyndar er það byrjað sem betur fer því þið sem eruð á móti ESB hafið fengið nógu langan tíma til að keyra okkur í kaf með krónuna í forristu.

Kreppa Alkadóttir., 26.10.2008 kl. 21:09

3 identicon

Mikið tek ég undir með síðustu athugasemd, þið þessi hópur sem hafið verið með persónudýrkun á hálf geðvekan einstakling eruð búin að kafsigla þjóðina með ást á einhverri örmynt sem er einskis virði. Sorglegt að einn maður skuli hafa haft svona mikil áhrif.

Valsól (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Sælar báðar og takk fyrir kommentin.

Ég sé nú reyndar hvergi í þessari færslu minni hræðslu áróður gegn ESB aðild, enda er ég hlynntur henni og hef verið það lengi. 

Kvóta kerfið er sér kapítuli út af fyrir sig.  Fiskveiðistjórnun er nauðsynleg en þetta kerfi er í besta falli stórgallað og í versta falli ein höfuð ástæða "meintrar" hnignunar þorskstofnsins.

Ég hef sjálfur alin upp í sjávarþorpi og hef stundað fiskveiðar meira og minna frá blautu barnsbeini og þekki því nokkuð vel til.  Ég get ekki séð að þetta kerfi hafi gert nokkuð til þess að vernda fiskistofna heldur þvert á móti og í leiðinni gert þann sem ber höfuð ábyrgðina á því vellauðugan í leiðinni.

Róbert Tómasson, 26.10.2008 kl. 21:24

5 identicon

Það skína í gegn óhóflegir fordómar gagnvart Framsóknarflokknum hjá höfundi bloggsins sem horfa alveg framhjá því að rauði þráðurinn í stjórn Íslands hefur verið Sjálfstæðisflokkurinn og auðvitað stýrir Sjálfstæðisflokkurinn öllum þeim ríkisstjórnum sem hann hefur tekið þátt í sem stærri aðili samsteypustjórnar.

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem læsti kvótakerfið í þeirri mynd sem það er í dag og það er undir efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins sem Ísland var keyrt í strand á þessu ári.

Það voru lög 38/1990, sett í maín það ár sem bjuggu til það kvótakerfi sem við lifum við í dag, það kerfi sem sett var upp til ókominnar framtíðar þar sem kvóti var gerður að eign sem gat gengið kaupum og sölum etc. Þá voru Þorsteinn Pálsson ráðherra sjávarútvegs og Davíð Oddson forsætisráðherra. Báðir Sjálfstæðismenn - og í samsteypustjórn við Alþýðuflokkinn. Framsóknarflokkurinn kom hvergi nærri því.

Lög þessi voru endurnýjuð sem lög 116/2006 undir stjórn Einars K. Guðfinnsonar ráðherra sjávarútvegs, Sjálfstæðismanns í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, einnig Sjálfstæðismanns.

Fram að 1990 var kvótakerfið tímabundið fiskveiðistjórnunarkerfi, endurnýjað á ca. tveggja ára fresti, með það að markmiði að vernda fiskistofnana, ekki að gera kvóta að eignum þeirra manna sem vildi svo til að væru að veiða í byrjun 9. áratugarins. Það var undir stjórn Framsókarflokksins.

Listin að halda kjafti. Hún á líka við þegar maður veit ekkert hvað maður er að tala um, eða þegar fordómar blinda mann frá raunveruleikanum.

Hvað varðar EB, þá er sannarlega kominn tími til að við færum okkur frá auka-aðild þeirri sem við höfum lifað við hingað til og reynst vera þjóð og landi takmarkandi og jafnvel hafa skaðað okkur verulega eins og sést á nýafstöðnu hruni bankanna.

Við höfum framselt stóran hluta löggjafa-fullveldis okkar til EB, með auka-aðild okkar af sambandinu og nú er kominn tími til að endurheimta það með því að ganga að fullu inn í EB.

Það gleymist allt of oft í umræðu um EB, að við erum nú þegar meðlimir - EES er auka-aðild að sambandinu. Hún var hugsuð sem verkfæri til aðlögunar fyrir lönd sem seinna myndu ganga í EB að fullu. EES er ekki og getur ekki verið fullnaðarlausn fyrir fullvalda þjóð og var heldur aldei hugsuð sem slík lausn.

Ísland þarf í dag að taka einhliða við lögum frá EB, vegna EES auka-aðildarinnar. Ekkert sjálfstætt fullvalda ríki gæti sætt sig við slíka stöðu til frambúðar. Íslandi ber að sjálfsögðu að fá að taka þátt í myndun og mótun laga EB, og það mun Ísland gera sem fullgildur meðlimur EB.

Við höfum, með öðrum orðum, nú þegar framselt fullveldi okkar og það fáum við ekki aftur fyrr en við göngum inn í EB. Það er í raun megin munurinn á því að vera með aðild að EB og auka-aðild EB í gegnum EES.

Ég og allir þeir Íslendingar sem eigum ekki kvóta munum njóta góðs af fullri EB aðild. Það verða krókódílatár sem ég felli þegar kvótakerfi Sjálfstæðismanna verður sópað burt af EB þegar við göngum inn til fulls í EB og við öðlumst fullveldi okkar að nýju og getum byggt upp sterkt og traust hagkerfi með Evru sem gjaldmiðil.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Þakka þér Uni fyrir góða og ýtarlega færslu, þú segir að kvótakerfið hafi verið fest með lögum "38/1990, sett í maí það ár" sem ég efast ekki að passi, en ég birti hérna smá kafla úr Wikipedia : Halldór var sjávarútvegsráðherra 1983 – 1991.  Þetta er úr ferilskrá Halldórs Ásgrímssonar. 

Skemmtilegt hvað það er auðvelt að afla sér upplýsinga á netinu.

Róbert Tómasson, 26.10.2008 kl. 22:21

7 identicon

Þakka þér Róbert fyrir leiðréttinguna. Vissulega var þarna á ferð Halldór Ásgrímsson, en ekki Þorsteinn Pálsson, þegar lögin voru sett í maí 1990. Þannig voru það Framsóknarmenn sem settu þessi lög upphaflega.

Vil ég samt meina að þrátt fyrir það, þá leið ekki ár áður en Framsókn var farin úr stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn tók við ráðuneyti sjávarútvegs og hafa stýrt því fram á þennann dag.

Allar breytingar á þessum lögum, framkvæmd og túlkun hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins. Það verður ekki af þeim tekið. Sautján ár í þeirra höndum. Nú síðast skrifuð sem lög 116/2006, alveg undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Jæja, Framsóknarflokkurinn á samt skilið töluverða skömm í hattinn og sérstaklega Halldór Ásgrímsson. Sjaldan hef ég augum litið jafn auman mann (stjórnmála- eða annars konar mann)

Mér er ekkert illa við Framsóknarflokkinn, og þar sem hann á gagnrýni skilið þar er ég ekki feiminn við að taka undir gagnrýni á hann. Margir gleyma því hins vegar hverjir hafa verið að stjórna landinu í nær heila kynslóð og loksins siglt í strand.

Kvótakerfið verður tekið niður áður en langur tími líður og flokkað undir misheppnaða tilraun til verndar á auðlindum hafsins.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 726

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband