Færsluflokkur: Bloggar
18.10.2008 | 00:05
Vonbrigði hehehe
"Við höfum eignast mikið af góðum vinaþjóðum og erum komin með umsvifamikið tengslanet sem við áttum ekki áður."
Væri nær að eignast fleiri þorskanet og auka við kvótann, tengslanetinu má utanríkisráðherfa troða þar sem sólin aldrei skín.
![]() |
Auðvitað vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 16:21
Enn eitt bruðlið
Nú væri gaman að sjá hvað allt þetta brölt er búið að kosta okkur íslendinga, og heyra hvernig jarðálfarnir sem að þessu stóðu réttlæta þetta.
Og eins og einhver sagði " en eitt ævintýrið í vaskinn" það hlýtur að vera farið að síast inn í jafnvel tregustu hausa að við erum ekki " stórasta þjóð í heimi." Nú vill ég bara vita hvernig þessir eyðsluseggir sem stóðu að þessu, ekki í mínu umboði nota bene, ætla að endurgreiða mér.
Það hefði verið nær að setja þessar krónur í aukna löggæslu eða heilbrigðiskerfið.
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 10:53
"brandarabankinn"
Um langa hríð hafa framá menn í atvinnulífinu, stjórn SÍ og aðrir þeir sem vit hafa á íslensku atvinnulífi, bent á það að stýrivaxta stefna Seðlabankans væri að sliga Íslensk fyrirtæki og skilaði engum árangri gegn verðbólgu, en talað fyrir daufum eyrum.
Nú aftur á móti bregður svo við að þegar segja þarf upp 3 - 400 manns úr fjárglæfradeildum bankanna, þá allt í einu er hægt að lækka stýrivexti vegna þess er segir orðrétt, " mikil umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap, störf hafi horfið, eftirspurn hnignað og væntingar með daufasta móti."
Þetta er í raun viðurkenning á því sem allir vissu að stefna Seðlabankans var kolröng og svona viðurkenningum eiga að fylgja afsagnarbréf ef einkver sómatilfinning er til staðar, en því miður virðist því ekki vera til að dreifa.
Í mínum huga eru því þessir menn ærulausar gungur sem þora ekki, eða kunna ekki að axla ábyrgð þá sem starfi þeirra fylgir jafnvel þó þeir hafi þegið himinháar upphæðir í laun og bónusa fyrir það eitt að keyra þjóðarbúið í þrot.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 15:52
Gjaldþrot
Það verður sjálfsagt rannsóknar efni komandi kynslóða hver eða hverjir eru sekir í þessum hremmingum sem margir Íslendingar ganga nú í gegnum og sér ekki fyrir endann á.
Að ætla að klína þessu á þá sem stóðu fyrir hinni svokölluðu útrás væri einföldun og ekki sæmandi, stjórnvöld og eftirlitsaðilar virðast hafa sofið á verðinum sem og stór hluti þjóðarinnar, ég þar með talinn, ég hreifst af þessum nútíma víkingum sem virtust ætla að leggja heiminn að fótum sér en mistókst, enda sýnir sagan að það hafa margir reynt en engum tekist.
Hver er svo sekur í þessu öllu, byssan sem skaut eða sá sem tók í gikkinn, veit það ekki það þarf einhvern fróðari en mig til þess að skera úr um það, en ég vona bara að við berum gæfu til þess þegar að öll kurl eru komin til grafar að draga hina seku til ábyrgðar, alla sem einn án undantekninga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 10:40
Davíðs sálmar hinr síðari
Heyr mínar bænir þið þrautpínda þjóð
Þessi boð mín og bönn nú ég festi í ljóð.
Ég legg banka að velli
Og Bónus í hvelli.
Og hvar sem ég fer, þar er hörmung í slóð.
Nú lýður skal krjúpa og bænirnar kyrja
Já gerið það strax því ég er rétt að byrja
En berið fyrst hupp
Hafið endana upp.
Ég tek ykkur öll alveg án þess að smyrja.
Og enginn skal efast um kraft minna orða
Ef ég reiðist, þá reiði ég blóðugan korða
Og hegg þennan skríl
hirði hús þeirra og bíl.
Og stoltið og landið og gjaldeyrisforða.
Allt vald er mér gefið í krafti míns Banka
Yfir eigunum ykkar, hverri skrúfu og planka.
Frá Gjögri að Gróttu
Eins og þjófur að nóttu
Ég ryðst inní Banka og geri þá blanka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 19:48
Farðu Davíð
![]() |
Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 16:06
Hryðjuverka ríkið Ísland
Það vantaði ekki vinahótin frá jólasveinunum að Downing stræti 10 og í Hvíta húsinu þegar vantaði á lista " Hinna vinveittu þjóða " svo gera mætti innrás í Írak til þess að frelsa olíuna og hreinsa eyðimörkina af óæskilegu fólki, ég vill líka mynna á þorskastríðin, það þarf ekki annað en að rifja þau upp til þess að sjá í hverju vinskapurinn raunverulega er fólginn.
Nú skora ég á stjórnvöld að slíta stjórnmálasamskiptum við þessa "vinveittu" smásálarþjóð á þoku eyjunni í suðri, sem aldrei hefur gert nokkuð fyrir okkur Íslendinga án þess að fá það margfalt tilbaka, og íhuga alvarlega útgöngu úr NATO sem í rauninni er ekkert anað en snatt fyrirtæki þegar Bandaríkjamenn þurfa að tryggja eigin hagsmuni út á við.
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 16:14
Dánartíðni
Ekki held ég að það þurfi nú neinn sérfræðing til þess að sjá það að þeir sem þjást af hjarta og æðasjúkdómum lifi skemur en þeir sem gera það ekki, eins að þeir sem eru geðsjúkir eða þjást af geðrænum vandamálum séu líklegri til þess að stytta viðveru sína á þessari jörð en þeir sem heilbrigðir eru.
Það vantar líka í þessa könnun að þeir sem lifa nálægt öðrum hvorum pólnum séu líklegri til þess að frjósa í hel en eyðimerkurbúar og sjófarendur séu líklegri til þess að drukkna en þeir sem ferðast um loftin blá.
Efast ekki um að vísindamenn þeir sem unnu þessa rannsókn hafi fengið vel greitt fyrir þessar hávísindalegu niðurstöður, ég hefði nú líka, ókeypis nota bene getað skellt þessum niðurstöðum á borðið án þess að þurfa að hafa alltof mikið fyrir því, en það hefði enginn hlustað á mig, ég sagði líka fyrir löngu síðan að það kæmi að skuldadögum á íslensku fjármálafylleríi en það hlustaði heldur enginn á mig. Áfram Ísland, út af með Dabba, Geir og Ingibjörgu, amen.
![]() |
Fylgni á milli veikindafrídaga og dauðsfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 09:58
Rauðikrossinn og Skaginn
Datt þetta sisvona í hug um daginn
Rauðikrossinn vinnur vel og víða
allstaðar þar sem við vanda er að stríða
þeir halda konum til haga
og flytja uppá Skaga
svo Skagamenn fái að ....
Þori ekki að skella síðasta orðinu af ótta við misskilning svo það verður hver að botna fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.7.2008 | 10:07
olía og eftirlaun

![]() |
Norskir olíupeningar gufa upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar