Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2008 | 13:30
Baugur
Jæja þá er nú blessað Baugsmálið loksins til lykta leitt, og þó fyrr hefði verið. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mörgum skattkrónum verið sóað af jafn litlu tilefni, ekki einu sinni Grímseyjar ferjan jafnast á við þetta.
Og allir brosa og fyrra sig ábyrgð. Saman safn að manni finnst torgreindra undirmálsmenna fóru af stað með látum gífuryrði féllu, öllu skildi tilkostað til þess að þessir glæpamenn Baugsfeðgar enduðu á bak við lás og slá. Og hver var svo uppskeran ? "skid og ingen ting" eða tittlingaskítur eins og við segjum hér á Fróni. Ég spyr, er það eðlilegt að menn hafi af persónulegum eða pólístíkum ástæðum, sjálftöku á almannafé til þess eltast við menn eins og Jón Ásgeir og Jóhannes sem það eitt hafa til saka unnið að bæta kjör almennings í landinu meir en nokkur ríkisstjórn fyrr eða síðar?
Ég sagði á sínum tíma og stend við það, að ef að Kolkrabbinn sálugi hefði sætt svipaðri rannsókn og Baugur, að þá væri sér álma fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Litla Hrauni, og það er með ólíkindum hversu raunverulega lítið athuga vert kom fram miðað við umfang málsins og hvert það stórfyrirtæki sem svona vel kemur undan svona rannsókn, er vel rekið og á hrós skilið.
Baugsfeðgum óska ég til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni, rannsóknar aðilar og sækjendur málsins ættu að sjá sóma sinn í því að hverfa til starfa á öðrum vettvangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 11:31
Sjúkratryggingar
Jæja nú standa þau á þingi og ræða sjúkratryggingar og þó fyrr hefði verið. Fyrir ca 3 árum varð mér það á að fá kransæðastíflu og í kjölfarið hjarta áfall. Þetta er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að bansettar kransæðarnar þrengjast alltaf aftur og fjórum sinnum síðan hefur þurft að víkka þær.
En nú kemur svo mergur málsins, í upphafi þegar ég fór að finna fyrir óþægindum þá skellti maður sér inná bráðamóttöku oftast frekar smeykur og lét rannsaka sig, ef Ekki er um innlögn að ræða þá tekur þetta u.þ.b. 6 klukkustundir og maður er sendur heim tæplega tíu þúsund krónum fátækari, ef að aftur á móti þarf að víkka æðarnar þá er maður lagður inn og þarf ekkert að greiða.
Tíu þúsund krónur er talsverður peningur fyrir mig svo nú bíð ég með að fara þar til ég er þokkalega viss um innlögn, bara spurning hvenær ég bíð of lengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 11:25
Heimsfrægð
Aldrei klikkar Sigmund og nú veit heimsbyggðin það sem Íslendingar hafa alltaf vitað: Sigmund er snillingur. En vandi fylgir vegsemd hverri, það hefur greinilega hlaupið hland fyrir hjartað á einhverjum sem ekki hefur þroska til þess að skilja svona hárbeittan en þó allt að því fágaðan húmor Sigmunds.
En læt svona fylgja með svolítið sem ég heyrði og það er að uppáhalds kvikmyndir Hillary séu: Kill Bill númer eitt og tvö.
![]() |
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2008 | 21:54
En göfugt
Ég á erfitt með að trúa þessu sérstaklega þegar Bush á í hlut. ætli það sé ekki frekar það að maður sem varla getur hugsað heila hugsun hjálparlaust sé álitinn hættulegur með kylfu í hendi.
Sem betur fer er hann kominn á síðasta söludag og líkur þá ferli einhvers heimskast forseta í sögu BNA, sýnir manni það að það er hægt að kaupa ýmislegt fyrir peninga en greind er ekki eitt af því.
![]() |
Hætti í golfi vegna Íraksstríðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 17:36
Landspítali og ýmisleg fleira
Nú liggur það fyrir að stór hluti skurðhjúkrunarfræðinga lætur af störfum á LSP á morgun vegna þess að stjórnin telur sig knúna til þess að framfylgja reglugerðum Evrópusambandsins um hvíldartíma.
Það kom fram í hádegisfréttum að sparnaður af þessum aðgerðum spítalans væri engin, einungis breytt vaktafyrirkomulag og launaskerðing hjá fyrrnefndum hjúkrunarfræðingum.
Það þarf engan speking til þess að skilja gremju hjúkrunarfræðinga, hver vill taka á sig launaskerðingu á sama tíma og verlag ríkur uppúr öllu valdi.
Guðlaugur Þór segir að kaup og kjör starfmanna spítalans séu ekki á ábyrgð ráðherra og reynir þar með að fyrra sig ábyrgð á þessari hörmulegu stöðu sem upp er komin. Hver ber þá ábyrgðina, er það ekki á valdi hæstvirts ráðherra að hafa upp á viðkomandi og láta hann svara fyrir þetta klúður, því klúður er þetta mál alveg sama hvernig á þetta er litið.
Og talandi um ábyrgð, hvernig má það vera að ráðherrar virðast aldrei bera nokkra ábyrgð sama hvað á dynur, er ekki há laun þeirra ekki réttlætt með því að starfi þeirra fylgir mikil ábyrgð, fyrst þeir reyna endalaust að skorast undan henni er þá ekki rétt að þeir afsali sér hluta af laununum sínum.
Ég á svo sem ekki von á því, þar sem að við virðumst sitja uppi með einhverja almestu hrokagikki í ríkisstjórn sem ég man eftir, gjörsamlega getulausir gagnvart þeim vanda sem steðjar að heimilum landsins og almennu verkafólki.
Það vantaði ekki að á meðan uppsveiflan var sem mest að þá hlóðu þessir menn sig og hver annan lofi og þökkuðu sér herlegheitin en þegar allt fer niður á við þá eru þeir alsaklausir og kenna ytri aðstæðum um. Staðreyndin er sú að þetta var allt fyrirsjáanlegt, erlendir sérfræðingar sem bentu á þetta voru stimplaðir hálfvitar og óvinir Íslands og við sem ekki fengum gefins kvóta, ekki banka eða símafyrirtæki, við og að öllum líkindum börnin okkar og jafnvel barnabörn sitjum uppi með reikninginn af þessari veislu sem sagt okkur var ekki boðið að éta eða drekka í þessu góðæri en við fáum magaverkinn og þynnkuna.
Við ráðamenn þjóðarinnar vill ég að lokum segja "Skammist þið ykkar ef þið kunnið, og ég tek það ekki nærri mér þó þið fengjuð heiftarlega yðrakveisu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2008 | 19:16
Flugvellir og þéttbýli
Langflest flugslys verða í flugtaki eða lendingu. Í þessu tilfelli var það lán í óláni að íbúar hússins sem vélin lennti á voru erlendis í fríi.
Það er sama hvaða flugvöllur það er, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær, á eða við hann verður slys. Sama á við um Reykjavíkurflugvöll og þess vegna óskiljanlegt að íbúa byggð skuli þéttast í nágreni vallarins.
En ég ætla ekki að segja fólki hvar það á að hafa sinn flugvöll eða hvar það vill búa, persónulega hef ég engan áhuga að planta mér eða fjölskyldu minni í aðflugsstefnu nokkurs flugvallar.
![]() |
Fimm fórust í flugslysinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.3.2008 | 10:32
Efnahagur Íslands
Datt þetta svona í hug um daginn þegar allt var að falla sem hraðast og bensín að hækka ásamt öðrum nauðsynjum.
Allt er hér í sorg og sút
á hraðri leið til Fjandans,
en Ríkisbáknið bólgnar út
af blóðpeningum landans.
Af öðru óskyldu:
Íslensk þjóð á afreksmann
sem einn veit hvað hann syngur
Árni Matt. víst heitir hann
dýra lögspekingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 01:35
Mr. Drogba
Var að fá meil frá Mr. Drogba á Fílabeinströndinni virðist vera indælismaður en þó finnst mér að hann stigi ekki í vitið blessaður. Hann sagði mér afskaplega hjartnæma sögu um það hvernig hann missti foreldra sína sem skildu eftir sig 6.5 milljónir dollara.
Nema hvað það er svo sem ekki í frásögur færandi hann er ekki nema 19 ára og getur því ekki nálgast auðæfin, og nánast grát bað mig um að gerast fjárhaldsmaður sinn gegn að sjálfsögðu vænni greiðslu eina sem ég þarf að gera er að gefa honum upp númerið á bankareikningnum mínum svo hægt væri að leggja millurnar inn og hann myndi síðan nálgast þær seinna.
Ég vottaði honum mína dýpstu samúð og kvaddi hann með orðum sem dagsdaglega eru táknuð með uppréttri löngutöng án þess að skammast mín hið minnsta.
Það er ótrúlegt að þetta skuli enn vera reynt og að það er sjálfsagt til fólk sem fellur fyrir þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 18:01
Sá sem sparar vöndinn
Jæja kominn tími til þess að ég láti aðeins heyra í mér aftur þó það verði ekki nema til þess að pirra einhvern. Ástæða þess að ég brýni penna er að mér ofbíður orðið hvernig börn virðast komast upp með allan andsk. í dag.
þegar ég var barn átti ég það til að vera verulega baldinn og uppátækjasamur með afbrygðum, þegar ég gekk of langt tók hún móðir mín, sem ég elska afskaplega mikið, í hnakkadrambið á mér og rasskelti mig hressilega ég man enn hvað það sveið en ég lærði líka að nú hafði ég villst inná veg sem mér var ekki ætlaður og varð að finna aðra leið. Þær voru ófáar flengingarnar sem ég fékk yfirleitt verðskuldaðar en stundum að mér fannst svona "fyrir byggjandi".
Smám saman lærði ég að þekkja muninn á réttu og röngu, flengingunum fækkaði og hættu alveg að lokum og úr mér varð að lokum þokkalega heiðarlegur og bara nokkuð nýtur þjóðfélags þegn.
Í dag má ekki flengja börn, þegar börn í dag eru óþekk nýtum við okkur tæknina og læknavísindin og fáum "greiningu" á börnin, semsagt óþekkt í dag kallast ofvirkni og henni fylgir gjarnan athyglisbrestur og meðferðin er ekki flenging eins og í denn heldur lyf af ýmsum toga sem eiga að laga allt sem aflaga hefur farið í kollinum á litla englinum við fæðingu, því ekki getur þetta ástand stafað af ónógum aga eða tímaskorti foreldra til þess að sinna börnunum sínum.
Nú gæti einhver haldið að ég væri að mæla með svæsnum flengingum en það held ég nú ekki, oftast nægir að gefa sér tíma með börnunum og kenna þeim muninn á réttu og röngu, refsingar þurfa ekki endilega að vera líkamlegar en þær mega án hugsunar og þeim þarf að fylgja eftir, en ég held ekki að ég hafi skaðast neitt af því að vera flengdur og hallast frekar að því að ég hafi orðið betri maður fyrir vikið.
Það var sagt hér í eina tíð " Sá sem spara vöndinn hatar son sinn", þetta mun vera eldgömul speki og stundum flögrar það að mér að sá sem þessi orð mælti á sínum tíma hafi vitað talsvert meira um barna uppeldi en fræðingar nútímans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 07:22
Gríðarleg gengisfelling
Höfundi þessarar fréttar hefur tekist að fella blessaða krónuna okkar meira en nokkur annar í íslandssögunni því síðast þegar ég reiknaði voru 1,4 milljónir dollara ca. 93 millur íslenskar, svo segja menn að núll sé ekki neitt, það er sko meira en nóg þegar því er ofaukið.
NIÐUR MEÐ KRÓNUNA, UPP MEÐ EVRUNA!
![]() |
Fær 200 milljónir fyrir að syngja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar