5.5.2009 | 23:50
Sveitasæla
Öðru vísi mér áður brá. Ég man þá tíð þegar maður fór í sumarbústað til þess að sleppa frá daglegu amstri, laus við síma og hafði bara gufuna til þess að hlusta á. Takmarkið var semsagt að hvílast ærlega rækta sambandið við náttúruna og bara njóta lífsins með fjölskyldunni vakna við fuglasöng og sofna í kyrrðinni laus við alla nútíma tækni.
Þegar maður þarf orðið 40 tommu flatskjá, tölvuskjá og allt þetta sem engin virðist geta lifað án í dag, er þá ekki alveg eins gott að halda sig heima hjá sér og spara sér aurinn og ferðalögin, hvað er gaman að vera í bústað þar sem einn situr kannski yfir sjónvarpi, annar í tölvu og þriðji að blaðra í gemsann sinn, erum við ekki búin að gleyma tilganginum með bústaðar ferðinni?
Fjörutíu tommu flatskjá stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 19:18
Hardcore
Annars konar Hydroxycut hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2009 | 18:23
Gamma hvað?
13 milljarða ára á leið til jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 18:10
Hræðsluáróður
Sveiflur hafa alltaf verið og munu alltaf verða í veðurfari. Ísaldir hafa skollið á og gengið yfir og það löngu fyrir daga stóriðju. Það er nú einu sinni þannig í þessum heimi að þegar "tísku" bylgjur af ýmsu tagi komast á skrið þá er einhver tilbúinn að gera sér pening úr því. Al Gore virðist vera einn af þeim
2000 vandinn í tölvum var eitt dæmið, fyrst rekinn hræðsluáróður og síðan búin til milljarða dala iðnaður í kringum "vandamálið" sem síðan leysti sig sjálft. Annað dæmi, asbest í húsum. Asbest er vissulega skaðlegt og þeir sem höfðu að ævistarfi að vinna með það fengu svokölluð steinlungu þ.e. trefjarnar úr asbestinu (sem eyðast ekki) fylltu lungun og gerðu þau óstarfhæf eða asbestið olli krabbameini. Milljarða dala iðnaður búin til þar kring um það að fjarlægja þetta "hættulega" efni sem í raun er ekkert svo skaðlegt á meðan það er látið í friði.
Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að við þurfum ekki að vera á varðbergi gagnvart náttúrunni og hvernig við umgöngumst hana, en búum ekki til enn einn miljarða dala iðnaðinn svo þotuliðið geti flækst um heiminn í mengandi farskjótum sínum og grætt á því.
Gore segir örlagastund nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2009 | 19:34
Listin að halda kjafti
Ógætilegur álflutningur og miskilningur varð til þess að við fengum á okkur hryðjuverkalög í Bretlandi. Menn verða að gera sér grein fyrir því sérstaklega þegar þeir erufjármálaráðherrar að orðum fylgir ábyrgð og ógætilegt eða óheppilegt gaspur getur orðið til þess að jafnvel risar falla. Ofur kjaftaskur VG Steingrímur J. er venjulega ófeimin að ausa úr "viskubrunni" sínum og þó svo að stundum megi finna gullkorn innan um kol og skít þá er það nú oftast þannig að þegar maður rýnir í orðaflauminn sem hann svo liðlega útdeilir, kastar frá því sem er orðskrúð ætlað til að villa fyrir fólki þá stendur fátt eftir annað en ráðleysi, rembingur og almennur aumingjaskapur. Heyrði einhvern tíma vísu sem hljómar nokkurn vegin svona:
Þú hittir menn og segir satt,
Þeir segja þig vera að ljúga.
En ef þú lýgur og lýgur hratt,
Þá standa menn upp og trúa.
Dettur þessi vísa oft í hug þegar Steingrímur ofur kjaftaskur predikar sitt heilaga sakramenti.
Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 12:14
Ofbeldis tuddar
Sjálfstæðismenn koma nú til dyranna eins og þeir raunverulega eru klæddir. Einkennisklæddir uppá gamla mátann svipað og Hitlersæskan. Flokkur sem greinilega tekur við fyrirskipunum frá "æðri" stöðum og framkvæmir þær í blindni án tillits til afleiðinga.
Litlu skárra var að hlusta á hugleiðingar öfga manneskjunnar Kolbrúnar Halldórs. um áframhald framkvæmda í Helguvík. Öfgafólk alveg sama hverjar öfgarnar eru, er alltaf hættulegt og á hvergi að þrífast.
Það er stutt á milli öfga og geðveiki og engin endurtek ENGIN getur sagt til um hvenær öfgafólk fer yfir strikið. Og að eyða síðustu mínútum þingsins til þess að koma í gegn "Vændis" lögum er til skammar það eru ennþá mikilvægari mál sem bíða úrlausnar.
Og hvað er svo sem verið að gera á þingi? Einn kemur mið tillögu annar með aðra og svo er þrefað þar til samkomulag næst, ég sé engan mun á þessu og vændi. Nema þá kannski að það er meiri hræsni á þingi.
Ofbeldi og skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 09:21
Bárujárnskofar
Ég hef svo sem áður tjáð mínar skoðanir á þessum hjöllum í miðborginni. Það er nú einu sinni svo að hús eru byggð, þjóna sínum tilgangi og ganga síðan úr sér.
Nostalgía fámennra hópa sem vilja halda í þessa kofa af þeirri einu ástæðu að manni virðist að einhver forfaðir þeirra hafi hugsanlega haft þar hægðir ein hvern tíma eru mér með öllu óskiljanlegar.
Ég er líka nokkuð viss um að þetta fólk gæti eins og ástandið er í þjóðfélaginu fengið þessi hús keypt á nokkuð ásættanlegu verði og gert þau upp þannig að sómi væri að þeim, en sá grunur læðist nú samt að mér að áhugi á því og geta sé lítill sem enginn, það er nefnilega miklu betra að einhver annar og helst skattgreiðendur borgi brúsann.
Leyfum þeim sem eiga og geta, að rífa þessa hjalla og byggja eitthvað fallegt í staðin. "Pólitískt hústökufólk" sem mig grunar að hafi margt verið með puttana í mínum vösum og annarra skattgreiðenda meir og frjálslegar en ég kæri mig um, getur étið það sem úti frýs.
Miðborg í sárum góðæris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 23:26
Eitthvað svo Íslenskt
Ég ber fulla ábyrgð á því sem gerðist. Þess vegna var sá sem ber ábyrgð í málinu látin fara þegar í stað. segir Gordon Brown.
Hann segist bera fulla ábyrgð og sá ábyrgi hafi strax verið látinn fara en það var bara ekki hann sjálfur heldur ráðgjafa blók. Mér verður hugsað til "páska hretsins í Valhöll. Ef þetta er ekki deja vu.
Vááá maður margt er líkt með kúk og skít....
Brown biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 15:11
Loksins smá glóra
Það kom þá að því að stjórnvöld hyggjast gera eitthvað til þess gera mönnum kleift að afla sér viðurværis með fiskveiðum án þess að vera upp á leigukvóta komnir.
Og hvert snúa þeir sér? jú í smiðju Frjálslynda Flokksins en frjálslyndir lögðu jú fram frumvarp um frjálsar handfæraveiðar. Síðan er þetta aðeins skreytt, klipið af hér, bætt við þar. Og "voila" háttvirtur Sjávarútvegsráðherra á orðið hugmyndina og hyggst slá sig til riddara með henni.
Þetta er ekki það fyrsta sem Frjálslyndir hafa komið fram með og aðrir síðan eignað sér en ég veit svo sem að Guðjón Arnar og Grétar Mar kippa sér svo sem ekkert upp við þetta enda sama hvaðan gott kemur.
Ég hvet kjósendur til þess að hugsa til þessa og annara góðra verka sem fyrrnefndir heiðursmenn eru upphafsmenn að þegar þeir setja X-ið á kjörseðilinn eftir 10 daga
Strandveiðar í stað byggðakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2009 | 14:57
Hremmingar Ástþórs
Það á ekki af kallinum honum Ástþóri að ganga. Nú hafa yfirstjórnir beggja Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðað framboðið hans ógilt. Ásæðan TÚLKUNARATRIÐI á lögunum.
Mér finnst það ekki spurning að þegar lög eru það óljós að hægt er að túlka þau á fleiri enn einn veg, þá á frambjóðandin að njóta vafans og það er síðan í höndum kjósenda að afgreiða framhaldið.
Ástþór hefur farið um víðan völl á síðustu árum og er þarafleiðandi afskaplega umdeildur, skildi þó aldrei vera að kjörstjórn láti persónulegt álit á Ástþóri ráða þessari afgreiðslu frekar en faglegt?
Kjörstjórn klofnaði í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 995
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar