16.4.2009 | 12:04
Afhverju
Ég hef sjaldan verið sammála Pétri Blöndal en hér erum við á svipaðri línu. Ég hef reyndar aldrei skilið þessi listamannalaun yfir höfuð. Og mín bjargföst trú er að ef menn geta ekki lifað af listinni þá eiga þeir að finna sér aðra vinnu.
Og akkúrat núna þegar við skuldum sem svarar 2000 kalli per mansbarn á þessari jarðarkringlu sem við lifum á, á ég erfitt með að skilja hvernig er hægt að réttlæta þetta. Setjum þessa fjármuni frekar í heilbrigðiskerfið eða það félagslega þannig væri hægt að réttlæta frekari skuldsetningu þjóðarinnar, ekki með svona prumpi.
Lög um listamannalaun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2009 | 23:07
Mútur og aftur mútur
Það er alveg sama hvernig litið er á þessa "styrki" til sjálfstæðisflokksins það er alltaf skítalykt af þeim.
Hvað eru mútur? Jú eftir því sem ég best veit þá er það þegar einhver réttir einhverjum fjárupphæð eða gerir einhvern greiða til þess að liðka fyrir einhverju. Það þarf ekki að vera að "styrkveitendur" hafi verið búnir að fá eitthvað fyrir sinn snúð, en þeir hafa örugglega reiknað með því í framtíðinni.
Það er því ekki nokkur efi í mínum huga í hvaða tilgangi "styrkjunum" var úthlutað og ef jafn hámenntaður pólitíkus og Geir Haarde hefur ekki gert sér grein fyrir því er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hann komst til æðstu metorða í flokknum.
Ástæða þess að Ísland hefur hingað til verið talið með óspilltustu ríkjum heims er að mínu mati sú hvernig þetta fólk sem við kjósum til ábyrgðastarfa skilgreinir spillingu. Þ.e. það er allt í lagi svo fremi það komist ekki upp.
Staðreyndin er sú að það er skítalykt á alþingi og hún hefur verið þar lengi, það er löngu tímabært að moka flórinn og hreinsa ærlega út.
Burt með spillingaliðið!!!
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 12:45
Lítið gleður heimska
Á erfitt með að skilja hugsanagang þessara annars ágætu höfunda. Saddam var vissulega harðstjóri og galt það með lífi sínu, það að láta hann horfa á myndina aftur og aftur (verð að játa að ég hafði lúmskt gaman af þessari mynd) hefur verið gert í þeim einum tilgangi að kvelja hann á síðustu dögum ævinnar og ég á erfitt að skilja hvernig nokkrum getur fundist það fyndið.
Bandaríkjamenn gerðu Írak að herveldi undir stjórn Saddams og þegar hann neitaði orðið að vera handbendi þeirra og þeir gátu ekki lengur stjórnað honum þá fengu þeir þjóðir heims þ.m.t Íslendinga (sem í barnslegri einfeldni heldu að það væri frímiði inní öryggisráð SÞ) til þess samþykkja einhverja svívirðilegust innrás í fullvalda ríki.
Því miður sé ekki húmorinn og kannski sem betur fer.
Fengu áritaða mynd af Saddam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.4.2009 | 16:47
Stupid stuttbuxnalið
Ekki veit ég hvar stuttbuxnalið sjallanna hefur verið undanfarna daga, sennilega á kafi í endanum á flokks elítunni, því ég veit ekki betur en allir flokkar séu búnir að opinbera bókhald sitt.
Þessi áskorun er nokkrum árum of seint fyrir flesta flokka og nokkrum áratugum fyrir íhaldið. Og svo krjúpa þeir á kné og lofsyngja Geir fyrir hugrekið, þeir virðast drekka hræsnina og skíteðlið í sig með móður mjólkinni. Engu líkara en þeir fæðist blindir og blindunni sé svo viðhaldið með pólitískri innrætingu og persónu dýrkun á mönnum eins og krossfestum Davíð og álíka paríerum.
Ég skora á bleyubörn íhaldsins að taka puttana augnablik úr endanum á sér og horfast í augu við raunveruleikann, það er ekkert stórmannlegt við það að játa á sig syndir eftir að þær hafa komist upp heldur löður og lítilmannlegt.
Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2009 | 10:49
Úps....
Þær streyma svo hratt út úr Sjallanum krónurnar þessa dagana að það er spurning hvort ekki sé tímabært að setja á stofn skilanefnd innan flokksins til þess að halda utanum þessi mál.
Ný kjörinn formaður lýsti því yfir í gær að allir styrkir yfir eina millu verði gerðir opinberir. Það kæmi mér ekkert á óvart að hér eftir verði því beint til velunnara flokksins að "gefa" bara 999,999,- í einu svo ekki þurfi að standa í einhverju veseni.
Þessi eining gæti t.d. kallast "Sjalli" til hægðar auka og þetta einfaldar líka öll uppgjör. Að liðka fyrir Rei kostaði sem sagt 30 sjalla, Neyðarlínan greiddi 1/3 sjalla ef ég man rétt, veit ekki fyrir hvað en það hlýtur að hafa verið neyðarlegt.
Og engin vildi kannast við að hafa veitt þessu fé viðtöku fyrr en Geir af sjúkrabeði lýsti yfir ábyrgð á því, síðan ríður Guðlaugur Þór fram fyrir skjöldu og viðurkennir á sig skömmina, hann hélt reyndar að þetta væru samskot sem FL Group hefði hlutast til um sem safnaðist í þessa upphæð, "spurning hvort kirkjunnar menn ættu ekki að halda fast um samskotabaukana þessa dagana þegar kirkjusókn er með almesta móti".
Ekki furða þótt allt hafi farið til andskotans í fjármálum þjóðarinnar fyrst bókhaldið er þannig að engin virðist vita neitt og engin ábyrgur fyrir neinu.
Þetta var jú "slys" sagði formaðurinn í gær, þau eru orðin ansi mörg slysin hjá Sjálfstæðismönnum í gegnum tíðina bæði "tæknileg og annars konar". Hvílum þá nokkur kjörtímabil svo ekki hljótist af stærri og verri slys.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 23:49
Heilagur D
Hann bar af, hann fór með djók
hann hélt sig himna sendan.
Davíð gaf og Davíð tók
D fundinn í endan.
Amen
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2009 | 11:17
Der Fuhrer
Það verður gaman að fylgjast með nýjum formanni og hvern mann hann hefur að geyma.
Davíð var að mínu mati hrokatittur sem sem taldi sig hafinn yfir allt og alla, Geir aftur á móti hógvær og grandvar en að sama skapi litlaus og afskaplega ráðalítill þegar hann þurfti að takast á við allt að því glæpsamleg axarsköft forvera síns.
Ég vill nota tækifærið og óska nýjum formanni, hver svo sem hann verður velfarnaðar í starfi.
Nýr formaður kosinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2009 | 09:12
Vantar fleirri krossa
Varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lesa smá korn úr ræðu Davíðs í gær og verð að segja að ég er svo sem ekkert hissa.
Það var jú bara tímaspursmál hvenær DO færi opinberlega að líkja sér við Krist, það hefur jú ekki dulist neinum að hann hefur gengið með þetta í maganum lengi.
En hvað má svo finna sameiginlegt með þeim: Kristur læknaði sjúka, Davíð ór að þvaðra um hátækni sjúkrahús eftir að hann veiktist sjálfur. Kristur þekkti sinn vitjunartíma og bar sjálfur sinn kross á Golgata hæð þar sem hann var krossfestur, það þurfti aðgerð til þess eins að losa Seðlabankastjóra stólinn af endanum á Davíð og hann var ekki krossfestur heldur hengdi hann sig sjálfur í snöru hroka og ótrúlegrar heimsku.
Ég er nokkuð viss um hvernig hefði farið fyrir Davíð ef hann hefði verið uppi á dögum Krists og búið þarna suðurfrá, það eina sem ég er ekki alveg iss um er hvort hann hefði verið krossfestur Kristi á hægri eða vinstri hönd
Landsfundur Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 19:39
En hvað kostar að gera það ekki!!!
Það er ljóst að stór hluti húsnæðiseigenda er í bullandi vandræðum og margir munu fara í þrot. Það þýðir væntanlega að íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir munu neyðast til þess að leysa til sín einhvern helling af ill og jafnvel óseljanlegum húseignum.
Það væri gaman að sjá útreikninga á því hvað það kostar sjóðina að viðhalda þessum eignum því ekki er það ókeypis.
Mér finnst það liggja nokkuð ljóst fyrir að með því að fella niður hluta af skuldum þá muni stærri hópur geta staðið í skilum með sitt og þar af leiðandi fleiri krónur koma í kassann.
Þannig að það er spurning hvort er dýrara þegar upp er staðið.
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 15:56
Þeir sletta skyrinu, sem búa í glerhúsum
Að skera niður um 7 milljarða í heilbrigðiskerfi sem þegar er fjár svelt, hefst ekki nema með því að fara kerfisbundið að taka sjúklinga af lífi
Ragnheiði finnst ekkert, frekar en öðrum íhaldsbullum, athugavert við það þótt einn og einn geispi golunni, einkum ef hann hefur aldrei þegið styrk frá Neyðarlínunni.
Ögmundur er því ekki kjarklaus, heldur raunsær, og ég trúi því að hann sé frekar að reyna að finna fleiri krónur til þess að sprauta inní þetta kerfi heldur en fækka þeim.
Það er ekki honum að kenna að dýralæknirinn kunni ekki að reikna.
Sakaði Ögmund um kjarkleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 995
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar