Þeir sletta skyrinu, sem búa í glerhúsum

Að skera niður um 7 milljarða í heilbrigðiskerfi sem þegar er fjár svelt, hefst ekki nema með því að fara kerfisbundið að taka sjúklinga af lífi

Ragnheiði finnst ekkert, frekar en öðrum íhaldsbullum, athugavert við það þótt einn og einn geispi golunni, einkum ef hann hefur aldrei þegið styrk frá Neyðarlínunni.

Ögmundur er því ekki kjarklaus, heldur raunsær, og ég trúi því að hann sé frekar að reyna að finna fleiri krónur til þess að sprauta inní þetta kerfi heldur en fækka þeim.

Það er ekki honum að kenna að dýralæknirinn kunni ekki að reikna.


mbl.is Sakaði Ögmund um kjarkleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta kerfi sé ekki fjársvelt, heldur sé það farið að snúast meira um starfsfólkið heldur en sjúklingana.  Ég held að margt sem Guðlaugur var að reyna að gera hafi verið rétt t.d. skera niður forstöðumenn og fækka stofnunum í kerfinu, en eiga svo ekki pening til að borga nauðsynleg lyf fyrir ungt fólk með MS sjúkdóm eins og nú er komið.  Ég er sammála Ragnheiði í því að ráðherrann þarf kjark til að láta silkihúfurnar fjúka og fara að einbeita sér að því að lækna fólk.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek undir með Gísla. Við erum með næstdýrasta heilbrigðiskerfi í heimi, svo það er örugglega hægt að hagræða einhversstaðar. Þetta er bara spurning um að þora.

Emil Örn Kristjánsson, 24.3.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Rétt er það að heilbrigðiskerfið er dýrt, má vel vera að við séum með næstdýrasta heilbrigðikerfi í heiminum, en það er dýrt að vera fámenn þjóð í afskektu landi.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki borið okkur samann við milljóna þjóðir slíkt væri óraunhæft.

kveðja

Róbert Tómasson, 24.3.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góð færsla hjá þér Robbi!

Ögmundur hefur verið stuttan tíma í starfi. Hann mun örugglega nýta einhverjar af tillögum forvera síns til niðurskurðar. Heilbrigðiskerfið er okkar stolt og því viðkvæmt í allri umræðu. Við þurfum millifærslur inn í heilbrigðiskerfið, einnig hagræðingu innan þess. Millifærslur frá utanríkisþjónustunni, sem er allt of umfangsmikil, frá forsetaembættinu, sem er rándýrt snobbapparat svo ég nefni tvö dæmi af mörum sem tína mætti til.

Björn Birgisson, 24.3.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband