Afhverju

Ég hef sjaldan verið sammála Pétri Blöndal en hér erum við á svipaðri línu.  Ég hef reyndar aldrei skilið þessi listamannalaun yfir höfuð.  Og mín bjargföst trú er að ef menn geta ekki lifað af listinni þá eiga þeir að finna sér aðra vinnu.

Og akkúrat núna þegar við skuldum sem svarar 2000 kalli per mansbarn á þessari jarðarkringlu sem við lifum á, á ég erfitt með að skilja hvernig er hægt að réttlæta þetta.  Setjum þessa fjármuni frekar í heilbrigðiskerfið eða það félagslega þannig væri hægt að réttlæta frekari skuldsetningu þjóðarinnar, ekki með svona prumpi.


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einhvern veginn svo alveg sammála þér. Mér finnst bara svo furðulegt að það sé verið að borga fólki laun fyrir vinnu sem greinilega er ekki nægileg eftirspurn eftir, ef fólk er ekki að lifa á þessu þá á það að finna eitthvað annað.

Mér finnst þessi lög mjög svo furðuleg!

Samúel Karl (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:21

2 identicon

En rannsóknarstyrki?  Á að afnema þá líka?

Eva Huld (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk Samúel.  Eva Huld ég sé einhvernvegin ekki samhengið á milli listamannalauna og rannsóknarstyrkja, þú kannski útskírir þetta fyrir heimskum sveitamanni.

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Kjartan Birgisson

Það getur ekki verið merkileg list ef engin vill kaupa hana. Að borga fólki laun sem er að föndra fyrir sjálfan sig alla daga er bara bull. Ekki hægt að líkja þessu við rannsóknastyrki.

Kjartan Birgisson, 16.4.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband