Mútur og aftur mútur

Það er alveg sama hvernig litið er á þessa "styrki" til sjálfstæðisflokksins það er alltaf skítalykt af þeim.

Hvað eru mútur?  Jú eftir því sem ég best veit þá er það þegar einhver réttir einhverjum fjárupphæð eða gerir einhvern greiða til þess að liðka fyrir einhverju.  Það þarf ekki að vera að "styrkveitendur" hafi verið búnir að fá eitthvað fyrir sinn snúð, en þeir hafa örugglega reiknað með því í framtíðinni.

Það er því ekki nokkur efi í mínum huga í hvaða tilgangi "styrkjunum" var úthlutað og ef jafn hámenntaður pólitíkus og Geir Haarde hefur ekki gert sér grein fyrir því er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hann komst til æðstu metorða í flokknum.

Ástæða þess að Ísland hefur hingað til verið talið með óspilltustu ríkjum heims er að mínu mati sú hvernig þetta fólk sem við kjósum til ábyrgðastarfa skilgreinir spillingu.  Þ.e. það er allt í lagi svo fremi það komist ekki upp.

Staðreyndin er sú að það er skítalykt á alþingi og hún hefur verið þar lengi, það er löngu tímabært að moka flórinn og hreinsa ærlega út.

Burt með spillingaliðið!!!


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg örugglega hárrétt hjá þér Róbert minn.  Ég held að tölur um litla spillingu á Íslandi séu vegna þess að þeir sem spilltastir voru gáfu heilbrigðisvottorðið út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband