Hremmingar Ástþórs

Það á ekki af kallinum honum Ástþóri að ganga.  Nú hafa yfirstjórnir beggja Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðað framboðið hans ógilt.  Ásæðan TÚLKUNARATRIÐI á lögunum.

Mér finnst það ekki spurning að þegar lög eru það óljós að hægt er að túlka þau á fleiri enn einn veg, þá á frambjóðandin að njóta vafans og það er síðan í höndum kjósenda að afgreiða framhaldið.

Ástþór hefur farið um víðan völl á síðustu árum og er þarafleiðandi afskaplega umdeildur, skildi þó aldrei vera að kjörstjórn láti persónulegt álit á Ástþóri ráða þessari afgreiðslu frekar en faglegt?


mbl.is Kjörstjórn klofnaði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er frekar slappt hjá þessum lista að láta hanka sig á því að vera ekki með tilskilinn fjölda meðmælenda með hverjum lista.  Þetta er einfalt formsatriði og algjör óþarfi að klikka á 7 eða 8 nöfnum.

Hitt er miklu áhugaverðara, ef rétt er, að kjörstjórn hafi ekki fundið flöt á því að andmæla uppröðun lista.   Þá gæti persónukjör verið komið til að vera í reynd.

Því heldur súrt ef strandar á hinu, en þeim sjálfum að kenna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk fyrir kommentið Hildur.

Það sem mér finnst í rauninni áhugaverðast við þetta er að listanum skuli vera hafnað í að ég held tveimur kjördæmum, samþykktur í hinum þó þannig að í Kraganum klofnar kjörstjórnin.  Maður hefði haldið í einfeldni sinni að lögin ættu ekki að þurfa að vera svo flókin að þetta skuli geta gerst.

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband