Hræðsluáróður

Sveiflur hafa alltaf verið og munu alltaf verða í veðurfari.  Ísaldir hafa skollið á og gengið yfir og það löngu fyrir daga stóriðju.  Það er nú einu sinni þannig í þessum heimi að þegar "tísku" bylgjur af ýmsu tagi komast á skrið þá er einhver tilbúinn að gera sér pening úr því.  Al Gore virðist vera einn af þeim

2000 vandinn í tölvum var eitt dæmið, fyrst rekinn hræðsluáróður og síðan búin til milljarða dala iðnaður í kringum "vandamálið" sem síðan leysti sig sjálft.  Annað dæmi, asbest í húsum.  Asbest er vissulega skaðlegt og þeir sem höfðu að ævistarfi að vinna með það fengu svokölluð steinlungu þ.e. trefjarnar úr asbestinu (sem eyðast ekki) fylltu lungun og gerðu þau óstarfhæf eða asbestið olli krabbameini.  Milljarða dala iðnaður búin til þar kring um það að fjarlægja þetta "hættulega" efni sem í raun er ekkert svo skaðlegt á meðan það er látið í friði.

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að við þurfum ekki að vera á varðbergi gagnvart náttúrunni og hvernig við umgöngumst hana, en búum ekki til enn einn miljarða dala iðnaðinn svo þotuliðið geti flækst um heiminn í mengandi farskjótum sínum og grætt á því.


mbl.is Gore segir örlagastund nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála síðasta ræðumanni. Alltaf stutt í móðursýkina. Muna ekki allir eftir fuglaflensunni? Meira að segja var reynt að telja Íslendingum trú um að saltkjöt og hangikjöt dræpi þá unnvörpum.

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 18:36

2 identicon

Ef að saltkjöt og hangiket tæki upp á því að drepa mann og annan þá er ekkert eftir til að lifa fyrir.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Sammála Róbert, þetta er allt áróður, en hvað er þeirra end game eigum við að skoða? Kíktu á boðorð númer 1

http://en.wikipedia.org/wiki/Georgia_Guidestones

Þú getur YouTubað þetta líka og prufaðu New World order, Fema camps og Fema coffins. Virkilega sceary!!

Kveðja

Svenni

Sveinn Þór Hrafnsson, 28.4.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Loftslag.is

Þú ert að rugla saman náttúrulegum ferlum sem hafa stjórnað veðurfari frá upphafi (jökul og hlýskeið þar á meðal) og hlýnunina nú af mannavöldum. Upp úr miðri síðustu öld þá tók við hlýnun af mannavöldum. Það eru engin þekkt náttúruleg fyrirbæri sem geta útskýrt þá hlýnun sem nú er. Ég fer aðeins yfir þetta hér.

Loftslag.is, 28.4.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Róbert Tómasson

Þakka þér Sápubox ítarlegur og góður pistill.  Hnaut samt um eitt:

"þeir vísindamenn sem aðhyllast kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum, halda því ekki fram að koldíoxíð sé eini áhrifaþátturinn hvað varðar hnattrænan hita." 

Sem sagt ekki allir á eitt sáttir í þessum málum frekar en öðrum.

Róbert Tómasson, 1.5.2009 kl. 18:29

6 Smámynd: Loftslag.is

Nei ekki allir - en meirihluti vísindamanna er þó á því, að hlýnunin síðustu áratugi megi að langstærstum hluta rekja til útblásturs koldíoxíðs. Skoðaðu þessa mynd:

HB_ErVedurfarAdBreytast_mynd2

Mynd a sýnir hvernig menn sjá hlýnunina með útblæstri CO2 og mynd b ef tekin eru frá áhrif frá auknum útblæstri CO2 - samkvæmt þeirri mynd, væri nokkuð kaldara í dag.

Það er heimasíða á vedur.is sem fer ágætlega yfir fræðin á bak við þetta.

http://vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/breytast

Loftslag.is, 2.5.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 750

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband