Listin að halda kjafti

Ógætilegur álflutningur og miskilningur varð til þess að við fengum á okkur hryðjuverkalög í Bretlandi.  Menn verða að gera sér grein fyrir því sérstaklega þegar þeir erufjármálaráðherrar að orðum fylgir ábyrgð og ógætilegt eða óheppilegt gaspur getur orðið til þess að jafnvel risar falla.  Ofur kjaftaskur VG Steingrímur J. er venjulega ófeimin að ausa úr "viskubrunni" sínum og þó svo að stundum megi finna gullkorn innan um kol og skít þá er það nú oftast þannig að þegar maður rýnir í orðaflauminn sem hann svo liðlega útdeilir, kastar frá því sem er orðskrúð ætlað til að villa fyrir fólki þá stendur fátt eftir annað en ráðleysi, rembingur og almennur aumingjaskapur.  Heyrði einhvern tíma vísu sem hljómar nokkurn vegin svona:

Þú hittir menn og segir satt,

Þeir segja þig vera að ljúga.

En ef þú lýgur og lýgur hratt,

Þá standa menn upp og trúa.

Dettur þessi vísa oft í hug þegar Steingrímur ofur kjaftaskur predikar sitt heilaga sakramenti.


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Þótt "álfluttningar" geti sjálfsagt verið ógætilegir þá á að sjálfsögðu að standa "málfluttningur".

Róbert Tómasson, 23.4.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Lang besta lygin er þó sú sem einhver spinnur upp, heyrir hana hjá þriðja manni og trúir henni sjálfur! Það er bara tær snilld!

Gleðilegt sumar, Robbi minn og takk fyrir veturinn!

Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 20:47

3 identicon

Eru ekki Fluleiðir og Eimskip á barmi gjaldþrots.

Það er bara tímaspursmál hvenær bankarnir yfirtaka þetta.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Má vera að þessi félög, annað eða bæði séu á barmi gjaldþrots, en mér finnst óþarfi að kjafta niður verðmæti þeirra með gáleysislegum kjaftavaðli, kannski það hafi verið tilgangurinn?

Róbert Tómasson, 23.4.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 725

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband