12.9.2009 | 17:56
Einn með viti
Ég hef svo sem ekki hundsvit á því nákvæmlega hvað Magnús Árni gerði af sér eða hversu alvarlegt það er í samanburði önnur glæpaverk sem nú tröllríða þjóðfélaginu, en hitt veit ég að Magnús Árni hefur stórlega vaxið í áliti hjá mér með því að biðjast lausnar.
Hattinn af og húrra fyrir þessari óvæntu nýbreytni í Íslenskri pólitík.
Fer fram á lausn frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 14:04
Efla dómstóla?
Til hvers, dæma menn í fangelsi sem ekki eru til? Nú þegar eru fangelsi yfirfull og langur dráttur á því að menn geti setið af sér dóma.
Ramos nokkur Brasilískur lýtalæknir með rán og morð sem sér grein vakti athygli á því í viðtali hversu dásamlegt væri að vera fangi á Íslandi, "svítan" sem hann hefur í Hegningarhúsinu myndi í hans heimalandi hýsa u.þ.b. 30 fanga, hann líkti klefanum við fjögurra stjörnu hótel.
Ég held að það sé nokkuð ljóst af þessu að fangelsi á Íslandi eru vannýtt, mætti að skaðlausu fjölga aðeins í klefunum, þetta á jú að teljast refsing en ekki hvíld í boði hins opinbera. Svo mætti líka auka fjölbreytni í refsingum, í Bandaríkjunum sá ég fanga í samfélagsþjónustu með skilti á bakinu sem lýsti því að hann væri fangi í samfélagsþjónustu. Það er nefnilega lítil refsing að afplána dóm án þess að nokkur viti af því.
Einnig mætti fyrir hvítflibba krimma setja upp gapastokka á Austurvelli þar sem heiðvirt fólk gæti t.d. um helgar komið með fjölskylduna og barið þessa kóna augum sér til ánægju og jafnvel fengið að kasta nokkrum eggjum.
Opinberar hýðingar koma líka sterklega til greina fyri minni yfirsjónir.
Efla þarf dómstólana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 14:39
Reikniskúnstir
Að setja þetta dæmi svona upp er víðáttu vitlaust og menntuðum mönnum til skammar, þarna eru einungis teknar beinar tekjur af tóbakssölu og ekkert tillit tekið til óbeinna tekna sem skapast og þeirra starfa sem tóbakið veitir.
Annað er líka vitlaust við þetta, það er sett upp dæmi sem sýnir ímyndaðar tekjur miðað við ákveðnar forsendur, af hverju ekki að fara í opinberar tölur yfir tekjur af tóbakssölu? þær hljóta að vera til.
Og að lokum, ég vildi sjá hvernig þessir höfðingjar komast að þessari niðurstöðu, ég vildi semsagt byrja á að sjá hvað sá sem ekki reykir kostar samfélagið, setja það sem viðmiðunar stuðul, draga það frá kostnaði af reykingamanni og eftir stæði raun kostnaður. Væri gaman að sjá hvort hann er hærri eða lægri en rauntekjur af tóbaks sölu.
Einhver staðar sá ég að reykingamaðurinn lifði að meðaltali 8 - 10 árum skemur en sá sem ekki reykir, hann drepst semsagt u.þ.b. þegar sá sem ekki reykir fer að vera þjóðfélaginu dýr í rekstri eða eins og hinn ómetanlegi Pétur Blöndal sagði, "ef maðurinn er svo óheppinn að ná 67 ára aldri og verða tekjulaus".
Það eru nefnilega margar hliðar á þessu máli, ef við gefum okkur það að allir þessir 36000 reykingamenn hættu nú að reykja og færu að lifa þessum 8 - 10 árum lengur þyrfti væntanlega að skerða lífeyris tekjur allra annars stæðu sjóðirnir ekki undir greiðslum og þykir flestum nóg um skerðingar þær sem þegar eru orðnar.
Það skildi þó aldrei vera svo að við sem reykjum séum að tryggja hinum áhyggjulaust ævikvöld.
Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.8.2009 | 11:17
Aumingjar
Jæja það fór þá eins og mann grunaði svo sem, að landsmenn allir og afkomendur þeirra eru hnepptir í ánauð skulda og óréttlætis af hálfu þeirra sem kjörnir eru til þess að gæta hagsmuna vorra. Hvað varð um öll stóru orðin og yfirlýsingarnar frá því fyrir kosningar? Hverju skilaði svo búsáhalda byltingin svo kallaða, nákvæmlega engu.
Ég skora á forsetan að skrifa ekki undir þessi ólög frá ölþingi og vísa þessu þar með til þjóðaratkvæða greiðslu.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2009 | 10:54
Heilræði
Mundi allt í einu eftir þessu vísukorni, er samt ekki alveg viss hvort hún sé alveg rétt höfð eftir.
Tíndir og slasaðir bíða menn bana
er berast á hrossum um grundir og hlíð
ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.
Ólafur Ragnar enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 13:40
Afgreiðsla?
Fertugasta og önnur afgreiðslan hefur sennilega verið að senda út þessa tilkynningu. Eitt af málunum sem talin eru afgreidd eru lán Norðurlandanna til okkar vesalinganna hér á norðurhjara, ég veit ekki betur en þau séu flest ef ekki öll búin að tengja lánin að einhverju eða öllu leiti við lán AGS til okkar sem AGS aftur tengir Icesave samningum, ef önnur verkefni eru afgreidd á viðlíka hátt, má sjálfsagt tína eitt og annað út af þessum lista.
Að sitja með hendur í skauti sér í hundrað daga við það að semja þessa tilkynningu er ekki afgreiðsla frekar en að Trabant er bíll, og enn sitja heimilin á hakanum og bólar lítið á lausnum á vanda þeirra.
Má vera að metnaðurinn hafi einfaldlega verið of mikill þegar lagt var af stað og verður að virða stjórninni það til vorkunnar. Vandamálinn eru einfaldlega svo risavaxin að þau verða bara ekki afgreidd á hundrað dögum, hvorki af þessari ríkisstjórn né annarri, og stærri en svo að hægt sé að skrifa sig frá þeim með yfirlýsingum.
Jón sálugi í Gullnahliðinu neitaði staðfastlega að ljúga syndum uppá sjálfan sig og komst upp með það, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms reynir hins vegar að ljúga á sig afrekum en mun ekki komast upp með það, það er nefnilega enginn tilbúinn til þess að skutla þeim í himnasæluna í skjóðu, miklu nær að þau lentu þar sem nóg er af kolum og hvergi til sparað í kyndingu.
ALLT UPPÁ YFIRBORÐIÐ voru loforðin ykkar REYNIÐ AÐ STANDA VIÐ ÞAU.
42 mál af 48 afgreidd á 100 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 16:52
Stöðugleiki my ...
Stöðugleikasáttmáinn sem lofsunginn var af yfirvöldum og verkalýðsfrömuðum fyrir ekki allt of löngu er í besta falli eins og illa skeint rassgat og lyktar í samræmi.
Yfirvöld virðast ekki gera sér grein fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að skera niður, þegar sárin verða of stór og mörg, blæðir sjúklingnum út. Núverandi valdhafar sem fyrir örfáum mánuðum voru með stóryrtar yfirlýsingar um forvera sína og loforðalista sem við fyrstu sín virtist bara vera nokkuð þokkalegur, situr nú með hendur í skauti, ýmist grá fyrir hærum eða sköllótt og gráta örlög sín gjörsamlega ráðalaus.
Fyrir stuttu tókst nokkrum óprúttnum ungmennum að svíkja u.þ.b. 50 millur út út kerfinu, þeir voru hundeltir og komnir í járn á mettíma. Stórglæpamenn sem settu heilt þjóðfélag á hliðina ganga enn lausur og senda samborgurum sínum fingurinn. Réttlæti á Íslandi er því miður réttlæti hinna ríku, innvígðu, innmúruðu og með réttu samböndin.
Hversu lengi er hægt að níðast á fólki áður en það rís upp og gríður til hnefaréttarins, spyr sá sem ekki veit, en hitt veit ég að svo lengi má brýna deigt járn að það bíti. Ég veit bara fyrir mitt leyti að það er farið að síga verulega í mig. Skúrkana bak við lás og slá og það sem fyrst.
Sáttmálinn marklaust plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2009 | 14:37
Skítt með stjórnarskrána, minn tími er kominn!!!!
Ææ, það sem sagt var súkkulaði fljótandi á rjóma fyrir kosningar, reynist eftir kosningar skítur sem marrar í hálfu kafi á hlandpolli. Lýðræði er lýðræði fyrir kosningar en flokksræði að þeim loknum, sumt breytist aldrei því miður.
Þingmenn eru einungis bundnir af eigin sannfæringu segir í stjórnarskrá Lýðveldisins ekki endilega nákvæmlega með þessum orðum en þetta er inntakið. Ásmundur kýs að taka sér frí og heyja ofan í skepnurnar sínar sem í staðin sjá honum fyrir afurðum sem nýtast öllu þjóðarbúinu frekar en láta kúga sig til hlýðni af skepnunum á þingi sem ekkert gera annað en að skapa skítalykt.
Hattinn ofan fyrir Ásmundi.
Ásmundur farinn í heyskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.7.2009 | 11:50
17 ár, hættulegur aldur?
Mér hefur alltaf fundist frekar einkennilegt að tengja slysatíðni 17 ára ökumanna þessum ákveðna aldri, heldur hefði ég viljað kalla þetta fyrsta árs ökumenn.
Ég held að allir þ.m.t. undirritaður vilji draga sem mest úr og helst fyrirbyggja alveg umferðarslys en því miður sé ég það ekki gerast fyrr en þá kannski ökutækin taki alfarið stjórnina og keyri á sjálfvirkni.
Hitt er svo annað mál að búnaður er til, til þess að fylgjast alfarið með akstursmunstri ökumanna þ.e. svokölluð "kjaftakelling" sem skráir ferlið, hraða og jafnvel staðsetningar. Spurning hvort ekki eigi að skikka fyrsta árs ökumenn til þess að hafa slíkan búnað, láta lesa af honum einu sinni í mánuði og þá kæmi í ljós hvort viðkomandi hafi ekið eftir reglunum. Í þeim tilfellum sem fyrsta árs ökumenn væru staðnir að því að aka bifreiðum án þess að slíkur búnaður væri til staðar kæmi til ökuleyfis svipting og sektir.
Bara svona að velta þessu upp til að "spekúlera" í því hvort ekki sé verið að hengja bakara fyrir smið með því að klína þessu á 17 ára ökumenn en ekki fyrsta árs.
Börn með drápstæki á milli handanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 00:13
Sumar og sæla
Jæja nú er orðið svolítið langt síðan ég lét síðast í mér heyra og ætla ég því að gera smá bragarbót. Ég er búinn að vera í sumarfríi og sjaldan gert eins lítið, nú heldur maður sig bara heima og hefur það gott.
Aðeins verið að stússast í hestum og langar til þess að láta nokkrar myndir fljóta héðan út sumar sælunni í Grindavík en veðrið hefur heldur betur leikið við okkur núna í óvenjulangan tíma.
Hér eru skvísurnar mínar Hjördís Emma og Ólafía Ragna, fóru uppá klett til að fá að vera í friði með bland í poka, en Adam var ekki lengi í paradís fyrst kom eitt trippi og svo...
kom annað og fyrr en varði fylgdu fleiri á eftir forvitin um innihald pokanna.
Þær stöllur létu sér þetta í léttu rúmi liggja enda alvanar hestum og sérstaklega sú yngri nýbúin að fá gleraugu, en það kom nýlega í ljós að hún er verulega sjónskert og er nú fyrst að sjá veröldina í réttu ljósi.
Merkileg stofnun Tryggingastofnun Ríkisins, Hjördís þarf gleraugu sem kosta rétt tæpar sjötíu þúsund krónur en þau eru +5 á öðru auga og +5,5 á hinu auk leiðréttinga á skekkju. TR greiðir kr. 8.000,- uppí þá upphæð, ef hún hinsvegar væri heyrnarskert og þyrfti heyrnartæki fengist það greitt að fullu, eins og ég sagði merkileg stofnun.
kveðja Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar