Óþægilegir ráðherrastólar ?

Það væri gaman að fá nánari útlistun á því hvað "eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna " er.  Á að skiptast á te boðum, heimsóknum eða vantar kannski að koma upp sendiráði.

Við erum jú ein stærsta smáþjóð í heimi (miðað við höfðatölu og hæð yfir sjávarmáli) og höfum þar af leiðandi ákveðnum og ríkum skyldum að gegna á alþjóðavettvangi og mikilvægt að rödd okkar heyrist sem víðast.  Hér á árum áður var það víst þannig að konur í austurlöndum gengu nokkrum skrefum á eftir bónda sínum en tímarnir breytast og nú er það víst þannig að þær ganga nokkrum skrefum á undan það eru jú jarðsprengjur út um allt.

Hitt er sjálfsagt víst að ef frú Ingibjörg er búin að bíta það í sig að leggja leið sína þangað austur þá stöðvar hana fátt hlakka reyndar svolítið til að sjá hana með slæðu yfir andlitinu fer henni ábyggilega vel, því segi ég bara "góða ferð" og vertu ekkert að flýta þér til baka.


mbl.is Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró

Það sagði við mig maður í gamla daga að það væru allir fræðingar vitlausir, er ég heyrði í fréttum um tillögur Hafró þá rifjaðist þetta upp fyrir mér.  Var sjálfur á sjó í vetur og horfði uppá báta koma drekkhlaðna dag eftir dag af því sem ekki var til þ.e.a.s. þorski og það var ekki bara í vetur sem þetta gerðist heldur er þetta frekar regla en undantekning.  Fyrir nokkrum árum varð sjómanni að orði að það væri svo mikið af þorski að það væri nánast hægt að ganga þurrum fótum frá Grindavík til Vestmannaeyja.

En þessu vilja menn hjá Hafró ekki kyngja enda virðist ekki vera gert ráð fyrir þessu í þeirra fræðum sem eru í besta falli ónákvæm og versta falli víðáttu vitlaus.  Fiskifræðingum virðist nefnilega vera gjörsamlega fyrirmunað að finna fisk ef hann er ekki í fiskbúðum, það er kominn tími að henda bókunum þeirra og fara að skrifa nýja, láta kvótakerfið sem hvetur til sóunar og sóðaskapar í umgengni við auðlindina fara sömu leið og fara skoða með svolítið opnara hugarfari það sem frændur okkar Færeyingar eru að gera, þar er nefnilega allt á uppleið.


Áfengisauglýsingar

Jæja kominn tími til þess að láta heyra í sér aftur.  Var að horfa á fréttir stöðvar 2 þar sem sagt var frá áfengisauglýsingum sem beint er að ungu fólki og þá sérstaklega unglingum.

Mér finnst þetta afspyrnu slæmt mál en á þó erfitt með að sjá hvernig hægt er að sporna við þessu enda hafa börn og unglingar nánast óheftan aðgang að netinu hvar sem er og hvenær sem er.

Annað fannst mér þó athyglisvert sem viðmælandi sagði og það er að auglýsingar þessar ýttu oft undir "kvenfyrirlitningu" og jafnframt var sýnd mynd af gullhuggulegri ungri konu í bikiní sundfötum.  Ég á ákaflega erfitt með að sjá hvernig þessi mynd ýtir undir þessa kvenfyrirlitningu frekar en fallegur Rembrandt ýtir undir fyrirlitningu á málverkum almennt.

Kannski er ég karlremba, einfeldningur eða bara einfaldlega of heimskur til að sjá tenginguna.  Spurning ???


Góður húmor

Spilling er lítil á meðal dómara og llögfræðinga á Íslandi segir í skýrsluni, hehe vildi gjarnan sjá spurningalistann sem lagður er til grundvallar þessari niðurstöðu.

Þetta er svolítið broslegt í ljósi þess að t.d. dómara stöður við háttvirtan hæðstarétt eru pólítískar bitlingastöður.  Efast reyndar ekki um að í flestum almennum málum sé allt slétt og fellt, en þegar málin snúa að pólístískum trúarbræðrum er allt annað hljóð í strokknum.

Málið snýst semsé ekki um hvort greitt sé fyrir greiðan heldur hver gjaldmiðillinn er, alveg eins og í gamla sovétinu " Við erum öll jöfn, sumir eru bara jafnari en aðrir".


mbl.is Spilling talin lítil á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband