16.7.2007 | 14:03
Kolefnisjöfnun
Jæja og keisarinn lét þau boð út ganga að kolefnisjafna skyldi alla heimsbyggðina, eða það mætti allavega halda. Ég kaupi bíl og bílasalinn gróðursetur tré til að kvitta fyrir mengunina sem af honum hlýst í eitt ár. Þó að þetta sé náttúrulega bara sölutrix þá er hugmyndin þokkalega ógalin.
Ég hef því ákveðið að vera engin eftirbátur stórmennanna þó engan hafi ég bílinn til að selja og ætla að kolefnisjafna sjálfan mig. Það geri ég á eftirfarandi hátt:
1. Í hvert sinn er ég leysi vind skrái ég það skilmerkilega niður í þartilgerða bók.
2. Fyrir hver 1000 skipti gróðurset ég eitt tré.
Þetta mættu fleiri gjarnan taka sér til fyrirmyndar því þetta er kjörin leið til þess að græða upp landið, t.d. ein lítil magakveisa gæti leitt af sér stóran skóg, ef allir taka þátt.
Svo maður tali nú ekki um sálfræðilegan ávinning af þessu, hver hefur ekki lent í því í fínum félagskap eða samkvæmi að vera litinn hornauga og jafnvel ásökunar augum þegar náttúran tekur völdin og drynur í vindgöngunum, þetta myndi breytast í stað ásökunar kemur velþóknun og maður veit að fólk hugsar "Þessi maður er að rækta skóg."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 20:12
Jón og séra Jón í hryðjuverkageiranum
Við íslendingar erum sko engu líkir. Nú sýnist mér að við séum að verða brautryðjendur í vopnaleit á flugfarþegum. Vitrir menn hafa greinilega reiknað það út að þeir sem efni hafa á að ferðast á Saga Class geti ekki verið hryðjuverkamenn og þar af leiðandi óþarfi að leita eins gaumgæfilega á þeim.
Osama Bin Laden er jú "blá snauður" í samanburði við Björgólfs og Bónus feðga og þ.a.l. ferðast hann örugglega í slagtogi við sauðsvartan almúgann ef hann á annað borð ferðast.
Sýnir manni bara það sem maður vissi að allt er falt á íslandi og þar með talin löggæslan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 07:16
Slæmt & sæmilegt = Óviðunandi
Skil ekki hvernig Brunamálastofnun kemst að þessari niðurstöðu, ég hefði talið að allt annað en 100% ástand á brunavörnum hjá stofnunum og félagasamtökum sem taka börn í sumarbúðir gegn greiðslu sé algerlega óviðunandi.
![]() |
Eldvörnum í sumarbúðum ábótavant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 07:27
Eru blaðamenn loksins að vakna ?
- Það er eins og Agnes Braga sú ljómandi góða blaðakona sé að heyra í fyrsta skipti um kvótasvindl. Þetta hafa allir vitað sem eitthvað hafa komið nálægt sjómennsku. Þetta frábæra fiskveiðistjórnunar kerfi sem við búum við í rauninni hrópar á þetta. Má segja að í hnotskurn sé þetta þannig þorskum fækki og glæpamönnum fjölgi í réttu hlutfalli. Þ.e.a.s glæpamönnum í lagalegum skilningi ekki lái ég mönnum þó þeir reyni að bjarga sér. Komin tími til að stjórnvöld stingi þessu kvótakerfi aftur í þá görn sem það kom úr, það sjá það allir að það virkar ekki.
![]() |
Er stórfellt kvótasvindl stundað með gámaþorsk? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 21:38
Hómer Simphson á íslensku !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 06:47
Leigukvóti og fleira leiðinlegt
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla að fara að ræða kvótaskerðingu það eru jú allir sérfræðingar á því sviði í dag og allir hafa skoðanir, sumar góðar og aðrar ekki alveg eins góðar þetta er jú þjóðinni mikið hjartans mál.
Áhrifin af skerðingu snertir menn og byggðarlög mismikið, aðföng er erfið sumstaðar vegna staðhátta svo sem fyrir vestan þ.e. dýrt að ferðast með afurðir.
Ein er þó sú stétt sem virðist verða svolítið útundan í umræðunni og það kannski þeir sem síst skyldi, en það eru einyrkjarnir, stórhugarnir á oft litlu skipunum þeir sem gera út á leigukvóta, molana sem hrjóta af borði kvótakónganna sem þeir hafa ekki skip til að gera út á og leigja því á uppsprengdu verði.
Þegar samdráttur verður er borðleggjandi að minna verður um leigukvóta og það sem kemur á markað verður á uppsprengdu verði. Það er ekki margt í stöðunni hjá þessum ofurhugum annað en að leggja skipunum, sumir munu að sjálfsögðu reyna eitthvað nýtt, veiða tegundir sem lítið hefur verið sóst eftir hingað til og kannski með góðum árangri hver veit. En þá byrjar vitleysan uppá nýtt um leið og eitthvað verður arðbært verður það sett í kvóta sem síðan gengur kaupum og sölum og frumkvöðlarnir sitja eftir með sárt ennið og leigja það sem af borðunum hrýtur á uppsprengdu verði.
Það er staðreynd að ekki eru allir sjómenn glæpamenn þótt slíkt hafi heyrst allavega ekki sjálfviljugir, en sá sem hefur sjómennskuna í blóðinu hleypur ekki svo glatt í land þegar harðnar á dalnum og málið snýst um að hafa í sig og sína reyna menn að bjarga sér þetta er jú í eðlinu, þorskur sem slæðist í net þrátt fyrir að hann sé ekki til, heitir kannski ufsi þegar honum er landað nú og ef hann er eitthvað farinn að gefa sig kemur hann sjálfsagt aldrei í land. Ég lái mönnum þetta ekki, myndi sjálfsagt gera þetta sjálfur ef ég væri í útgerð. Kvótakerfið gerir heiðarlegustu menn að glæpamönnum og aðra að dómurum og böðlum. BURT MEÐ ÞAÐ!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.7.2007 | 21:23
hummm errrfitttt


![]() |
Pútín og Bush komust ekki að samkomulagi um eldflaugavarnarkerfi í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2007 | 20:18
Milljón ára tönn

![]() |
Milljón ára mannstönn fannst á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 13:54
Háralöng barátta

![]() |
Umsókn um hárgreiðslustól hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 07:47
?????
![]() |
Reykherbergjum á LSH verður lokað á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar