Bárujárnskofar

Ég hef svo sem áður tjáð mínar skoðanir á þessum hjöllum í miðborginni.  Það er nú einu sinni svo að hús eru byggð, þjóna sínum tilgangi og ganga síðan úr sér.

Nostalgía fámennra hópa sem vilja halda í þessa kofa af þeirri einu ástæðu að manni virðist að einhver forfaðir þeirra hafi hugsanlega haft þar hægðir ein hvern tíma eru mér með öllu óskiljanlegar.

Ég er líka nokkuð viss um að þetta fólk gæti eins og ástandið er í þjóðfélaginu fengið þessi hús keypt á nokkuð ásættanlegu verði og gert þau upp þannig að sómi væri að þeim, en sá grunur læðist nú samt að mér að áhugi á því og geta sé lítill sem enginn, það er nefnilega miklu betra að einhver annar og helst skattgreiðendur borgi brúsann.

Leyfum þeim sem eiga og geta, að rífa þessa hjalla og byggja eitthvað fallegt í staðin.  "Pólitískt hústökufólk" sem mig grunar að hafi margt verið með puttana í mínum vösum og annarra skattgreiðenda meir og frjálslegar en ég kæri mig um, getur étið það sem úti frýs.


mbl.is Miðborg í sárum góðæris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband