17 ár, hættulegur aldur?

Mér hefur alltaf fundist frekar einkennilegt að tengja slysatíðni 17 ára ökumanna þessum ákveðna aldri, heldur hefði ég viljað kalla þetta fyrsta árs ökumenn.

Ég held að allir þ.m.t.  undirritaður vilji draga sem mest úr og helst fyrirbyggja alveg umferðarslys en því miður sé ég það ekki gerast fyrr en þá kannski ökutækin taki alfarið stjórnina og keyri á sjálfvirkni.

Hitt er svo annað mál að búnaður er til, til þess að fylgjast alfarið með akstursmunstri ökumanna þ.e. svokölluð "kjaftakelling" sem skráir ferlið, hraða og jafnvel staðsetningar.  Spurning hvort ekki eigi að skikka fyrsta árs ökumenn til þess að hafa slíkan búnað, láta lesa af honum einu sinni í mánuði og þá kæmi í ljós hvort viðkomandi hafi ekið eftir reglunum.  Í þeim tilfellum sem fyrsta árs ökumenn væru staðnir að því að aka bifreiðum án þess að slíkur búnaður væri til staðar kæmi til ökuleyfis svipting og sektir.

Bara svona að velta þessu upp til að "spekúlera" í því hvort ekki sé verið að hengja bakara fyrir smið með því að klína þessu á 17 ára ökumenn en ekki fyrsta árs.


mbl.is Börn með drápstæki á milli handanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband