17.6.2009 | 00:13
Sumar og sæla
Jæja nú er orðið svolítið langt síðan ég lét síðast í mér heyra og ætla ég því að gera smá bragarbót. Ég er búinn að vera í sumarfríi og sjaldan gert eins lítið, nú heldur maður sig bara heima og hefur það gott.
Aðeins verið að stússast í hestum og langar til þess að láta nokkrar myndir fljóta héðan út sumar sælunni í Grindavík en veðrið hefur heldur betur leikið við okkur núna í óvenjulangan tíma.
Hér eru skvísurnar mínar Hjördís Emma og Ólafía Ragna, fóru uppá klett til að fá að vera í friði með bland í poka, en Adam var ekki lengi í paradís fyrst kom eitt trippi og svo...
kom annað og fyrr en varði fylgdu fleiri á eftir forvitin um innihald pokanna.
Þær stöllur létu sér þetta í léttu rúmi liggja enda alvanar hestum og sérstaklega sú yngri nýbúin að fá gleraugu, en það kom nýlega í ljós að hún er verulega sjónskert og er nú fyrst að sjá veröldina í réttu ljósi.
Merkileg stofnun Tryggingastofnun Ríkisins, Hjördís þarf gleraugu sem kosta rétt tæpar sjötíu þúsund krónur en þau eru +5 á öðru auga og +5,5 á hinu auk leiðréttinga á skekkju. TR greiðir kr. 8.000,- uppí þá upphæð, ef hún hinsvegar væri heyrnarskert og þyrfti heyrnartæki fengist það greitt að fullu, eins og ég sagði merkileg stofnun.
kveðja Róbert
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir.
Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.