Refsum hart

Í annað skipti á stuttum tíma sjáum við ofbeldisglæp þar sem fólki er misþyrmt og svipt frelsi á meðan níðingar fara ránshendi um híbýli þeirra.

Það er nauðsynlegt að taka hart á þessum glæpum strax frá upphafi og hafa dómana þannig að menn hugsi sig tvisvar og þrisvar um áður en þeir framkvæma svona níðingsverk.  Það hefur verið lenska hér að slá aðeins á fingur afbrota manna og segja þeim að gera þetta ekki aftur, sérstaklega í kynferðisbrotamálum þar sem dómarnir eru oftast í engu samræmi við glæpinn og til skammar.

Það er mál að linni, refsum hart og hættum að gera "betrunarhúsavist" að verðlauna orlofi fyrir mislukkaðan glæp.


mbl.is Rændur og bundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer á sama veg, málið upplýst bófunum sleppt að loknum yfirheyrslum. Silkihanskarnir alltaf uppi.

Finnur Bárðarson, 26.5.2009 kl. 15:00

2 identicon

Þeir hafa snarlega gleymt fermingarheitinu.  Ég vil nöfn þessara fugla svo ég geti skoðað hverra manna þeir eru á íslendingabók ! Lögreglan á að geta fundið þá fljótt,ef nokkur vilji er fyrir hendi hér í fámenninu.

Margret S (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: ThoR-E

Það segir sig sjálft að þegar menn fá skilorðsbundna dóma .. eða 2 mánaða fangelsi fyrir að ræna og rupla ... og berja fólk til óbóta... að þá hefur það ekki mikinn fælingarmátt.

Í Bandaríkjunum fá menn 25 ára fangelsi fyrir t.d vopnað rán og/eða alvarleg ofbeldisbrot. 

Þessu þarf að breyta.. ef fólk heldur að afleiðingin sé ekkert slæm.. að þá gerir það kannski hluti sem það mundi aldrei gera ef refsingin væri t.d 15 ára fangelsi... bara dæmi.

Það þarf að taka á þessum málum.. svona alvarlegum brotum fer fjölgandi.

ThoR-E, 26.5.2009 kl. 16:17

4 identicon

Sammála. Refsingin fyrisvona alvarlega glæpi er allt og væg, nú fara svona glæpir að verða algengari og við eigum örugglega eftir að fá svona fréttir aftur.

Jon Sigurjonsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:49

5 identicon

Við þurfum að taka upp opinberar hegningar, svo sem rassskellingar á Austurvelli, Gapastokk við Kringluna og Smáralind og fleira í þeim dúr, bara gömlu „góðu“ refsingarnar, slíkt höfðar til lákúrunnar í manninum og margir mundu gera sér ferð á slíka staði og auðmýking refsingarinnar margfaldast við það.

Við erum með yfirfull fangelsi og marga sem bíða eftir að komast að í refsivist, og höfum ekki efni á að halda fleirum uppi þar né byggja fleiri fangelsi. Nema reyndar það má skikka þessa glæpona að byggja yfir sjálfa sig, þ.e. nýtt fangelsi í þrælkunarvinnu í fótjárnum og svoleiðis, gott á þá og hafa fangelsið fjarri mannabyggðum, helst á eyju einhverstaðar. 

Þessi linkind sem viðgengst hér dugar ekki, og þessi þjóð hefur nóg á sinni könnu annað en ofdekraður ungdómur þessa lands komist upp með svona athæfi, refsingar hér eru bara lúxusdvöl miðað við það sem gerist annars staðar í heiminum þar sem refsivist er refsivist.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 780

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband