11.5.2009 | 08:05
Allstaðar göt
Mér hefur stundum fundist að það gustaði svolítið um heilan á mér og nú veit ég hvers vegna, kaffi skilur eftir göt í heilanum. Þess vegna fæ ég alltaf ferskar hugmyndir það loftar jú vel um viskustykkið enda er ég mikill kaffiþambari og stoltur af. Ég mynnist þess samt ekki að ég sé gleymnari en áður svo það hlýtur að vera bull.
Eini gallinn við þetta eru veturnir þegar vindurinn er kaldur þá hægir verulega á allri hugsun, spurning um að hanna forhitara á eyrun.
Skildu stjórnmálamenn drekka mikið kaffi fyrir kosningar því loforðin gleymast jú strax að þeim loknum. Held samt ekki því á fengju þeir jú ferskar hugmyndir, hvenær kom eitthvað nýtt og ferskt fram á þingi ég mynnist þess alla vega ekki en kannski er það götunum að kenna að ég kýs alltaf aftur og aftur þrátt fyrir að mér finnist aldrei neitt breytast.
Mér finnst að stjórnmálamenn ættu að notfæra sér þetta og lækka eða fella niður gjöld á koffín drykkjum, þá getum við öll gleymt kreppunni.
![]() |
Kaffi skaðar heilann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Segir Hörpuáhrifin mikil á íslenskt samfélag
- Þrúgandi þögn í þinginu
- Forgangsraða sparnaði fram yfir öryggi
- Meinsemd sem nauðsynlegt er að bregðast við
- Þingmaður lýsti sjálfsvígshugsunum á meðgöngu
- Ekið á manneskju á hlaupahjóli
- Markmiðið að stoppa umferðina
- Kom ekki til greina að banna samkomuna
- Dómur í stóra vaxtamálinu innan fjögurra vikna
- Endurheimt votlendis hagkvæmust
Erlent
- ESB hyggst skella tolli á ísraelskar vörur
- Grunaður um aðild að ráni á börnum
- Fjárhættuspil seiða danska nemendur
- Frestar TikTok-banni enn á ný
- Börn lokast ítrekað inni í Tesla Y
- Meintar handsprengjur í stigagangi
- Trump-hjónin lent í Bretlandi
- Telja eldinn hafa kviknað á verönd
- Pólverjar líta sér nær eftir orð Trumps
- Skildi eftir bréf til herbergisfélagans
Fólk
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
- Barbie beraði bossann á rauða dreglinum
- Fyrsti svarti maðurinn til að giftast inn í evrópska konungsfjölskyldu
- Fataval Stalter hneykslaði hátíðargesti
- Víkingur ausinn lofi í Noregi
- Tinder-svindlarinn handtekinn
Íþróttir
- Líklegra að Manchester United falli
- Myndskeið: Breki er mikill karakter
- Annað tap Íslandsmeistaranna
- United-banarnir áfram Palace vann í vítaspyrnukeppni
- Hákon úr skúrki í hetju
- Tottenham vann með skrautlegu sjálfsmarki
- Myndskeið: Sara var ótrúleg í leiknum
- Íslendingaliðið áfram í Króatíu
- Dæma í Meistaradeildinni
- Myndskeið: Jóhanna best í 2. umferðinni
Viðskipti
- Utanlandsferðum fjölgar
- Olga Egonsdóttir nýr yfirmaður fjármála hjá Verne
- Andri og Svava til Daga
- Útgjöld áætluð 18,6 milljarðar
- Heilsuhraðall gangsettur
- Ný stofa á traustum grunni
- Nýr framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma
- Sviðsmyndir frumvarpsins
- Keypti hlutabréf fyrir milljarð dala
- Orkusalan kaupir söluhluta Fallorku
Athugasemdir
Tek undir pistilinn
Hlédís, 11.5.2009 kl. 09:09
Hvaða kreppu?
Björn Birgisson, 11.5.2009 kl. 10:35
Ja það er nú það ég er bara alveg tómur, tengdist hún ekki eitthvað svínaflensu?
Róbert Tómasson, 11.5.2009 kl. 11:45
FLottur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 11:11
Bleikur grís og Eðal-grís komu við sögu - "svínsleg" brögð voru/eru í tafli.
Greinilega SVÍNA-FLENSA!
Hlédís, 12.5.2009 kl. 11:46
Ég vil gera kaup á kaffi, tóbaki og víni refsiverð. Fara sænsku leiðina í þessu, þar sem ábyrgðin er sett þar sem hún á heima, þ.e á kaupandann. Kaupandinn veldur eftirspurninni og þess vegna framleiða fyrirtækin eins og enginn sé morgundagurinn.
Kaupandinn veldur þar með gríðarlegu tjóni bæði á sjálfum sér og öðrum og reikna má með að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum mundi dragast verulega saman.
Kaupandinn ber einnig ábyrgð á því að þetta er samþykkt í samfélaginu. Alþingi á að banna þetta og senda þar með skýr skilaboð um að þeir sem nota þessi efni eru lögbrjótar sem á að refsa.
Samfélagið mundi líklega meðtaka þetta fljótt og vel ef marka má viðtökurnar við reykingabanni veitingastaða. Eftir 1-2 ár frá gildistöku svona laga eins og að ofan er nefnt þá mun samfélagið líta á kaupendur þessara efna sem glæpamenn sem á skilyrðislaust að refsa.
Núna eru kjöraðstæður fyrir svona málefni vegna þessarar fínu vinstri stjórnar sem nú ræður ríkjum hér á landi.
Hulda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:49
Sæl Hulda ég vildi bara að þetta væri svona einfallt en við höfum reynslu af vín banni og hún er ekki góð, og að skella skuldinni alfarið á neytandan er einföldun því neyslustýring ´kaupmanna og áhrif hennar eru gríðarlega stór og má ekki vanmeta.
Róbert Tómasson, 14.5.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.