Allstaðar göt

Mér hefur stundum fundist að það gustaði svolítið um heilan á mér og nú veit ég hvers vegna, kaffi skilur eftir göt í heilanum.  Þess vegna fæ ég alltaf ferskar hugmyndir það loftar jú vel um viskustykkið enda er ég mikill kaffiþambari og stoltur af.  Ég mynnist þess samt ekki að ég sé gleymnari en áður svo það hlýtur að vera bull.

Eini gallinn við þetta eru veturnir þegar vindurinn er kaldur þá hægir verulega á allri hugsun, spurning um að hanna forhitara á eyrun.

Skildu stjórnmálamenn drekka mikið kaffi fyrir kosningar því loforðin gleymast jú strax að þeim loknum.  Held samt ekki því á fengju þeir jú ferskar hugmyndir, hvenær kom eitthvað nýtt og ferskt fram á þingi ég mynnist þess alla vega ekki en kannski er það götunum að kenna að ég kýs alltaf aftur og aftur þrátt fyrir að mér finnist aldrei neitt breytast.

Mér finnst að stjórnmálamenn ættu að notfæra sér þetta og lækka eða fella niður gjöld á koffín drykkjum, þá getum við öll gleymt kreppunni. Devil


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Tek undir pistilinn

Hlédís, 11.5.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða kreppu?

Björn Birgisson, 11.5.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Ja það er nú það ég er bara alveg tómur, tengdist hún ekki eitthvað svínaflensu?

Róbert Tómasson, 11.5.2009 kl. 11:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Hlédís

Bleikur grís og Eðal-grís komu við sögu - "svínsleg" brögð voru/eru í tafli. 

Greinilega SVÍNA-FLENSA!

Hlédís, 12.5.2009 kl. 11:46

6 identicon

Ég vil gera kaup á kaffi, tóbaki og víni refsiverð.  Fara sænsku leiðina í þessu, þar sem ábyrgðin er sett þar sem hún á heima, þ.e á kaupandann.  Kaupandinn veldur eftirspurninni og þess vegna framleiða fyrirtækin eins og enginn sé morgundagurinn.

Kaupandinn veldur þar með gríðarlegu tjóni bæði á sjálfum sér og öðrum og reikna má með að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum mundi dragast verulega saman.

Kaupandinn ber einnig ábyrgð á því að þetta er samþykkt í samfélaginu.  Alþingi á að banna þetta og senda þar með skýr skilaboð um að þeir sem nota þessi efni eru lögbrjótar sem á að refsa.

Samfélagið mundi líklega meðtaka þetta fljótt og vel ef marka má viðtökurnar við reykingabanni veitingastaða.  Eftir 1-2 ár frá gildistöku svona laga eins og að ofan er nefnt þá mun samfélagið líta á kaupendur þessara efna sem glæpamenn sem á skilyrðislaust að refsa.

Núna eru kjöraðstæður fyrir svona málefni vegna þessarar fínu vinstri stjórnar sem nú ræður ríkjum hér á landi.

Hulda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæl Hulda ég vildi bara að þetta væri svona einfallt en við höfum reynslu af vín banni og hún er ekki góð, og að skella skuldinni alfarið á neytandan er einföldun því neyslustýring ´kaupmanna og áhrif hennar eru gríðarlega stór og má ekki vanmeta.

Róbert Tómasson, 14.5.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband