7.5.2009 | 11:30
Margt er líkt með kúk og skít
Það virðist ekki vera nein breyting á stefnu stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum. Seðlabankinn hefur ákveðið að ennþá séu einhverjir blóðdropar eftir sem mjólka má úr framantöldum aðilum og dregur lappirnar í lækkun stýrivaxta.
Það fyrsta sem mér datt í hug við lestur þessarar fréttar var aumingjaskapur og það næsta var aumingjaskapur. Áhættur voru teknar hér vinstri og hægri fyrir bankahrunið vegna græðgi óvandraðra og óábyrgra manna með hörmulegum afleiðingum fyrir land og þjóð.
Nú er hins vegar tími til þess að taka áhættu og lækka stýrivextina verulega því ef áfram verður haldið á hraða snigilsins verður ósköp fátt eftir til þess að bjarga og of seint um rassinn gripið. Ef hins vegar lukkan snýst nú örlítið á okkar band og djörf vaxtalækkun yrði til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur með eðlilegum hraða er ég sannfærður um að dugnaður og áræðni landans muni rífa okkur upp úr þessu skuldafeni sem örfáir skítbuxar sökktu okkur í.
Á MORGUN KL.13 VERÐUR SINNULEYSI STJÓRNVALDA GAGNVART VANDA HEIMILANA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI, DUSTUM RYKIÐ AF POTTUM OG PÖNNUM OG MÆTUM ÖLL. ÁFRAM ÍSLAND.
Stýrivextir lækka í 13% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Give it a rest old man... jesús minn eini.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:09
Vona að það mæti múgur og margmenni. Við verðum að halda vakandi sjálfsvirðingu okkar og veita aðhald.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.