Lítið gleður heimska

Á erfitt með að skilja hugsanagang þessara annars ágætu höfunda.  Saddam var vissulega harðstjóri og galt það með lífi sínu, það að láta hann horfa á myndina aftur og aftur (verð að játa að ég hafði lúmskt gaman af þessari mynd) hefur verið gert í þeim einum tilgangi að kvelja hann á síðustu dögum ævinnar og ég á erfitt að skilja hvernig nokkrum getur fundist það fyndið.

Bandaríkjamenn gerðu Írak að herveldi undir stjórn Saddams og þegar hann neitaði orðið að vera handbendi þeirra og þeir gátu ekki lengur stjórnað honum þá fengu þeir þjóðir heims þ.m.t Íslendinga (sem í barnslegri einfeldni heldu að það væri frímiði inní öryggisráð SÞ) til þess samþykkja einhverja svívirðilegust  innrás í fullvalda ríki.

Því miður sé ekki húmorinn og kannski sem betur fer.


mbl.is Fengu áritaða mynd af Saddam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illgjarnar skepnur einsog Saddam eiga skilið að kveljast, og þá sérstaklega andlega.
Hann er ástæðan fyrir mörg þúsund morðum og ég skil ekki hvernig þú getur fundið í þér samúð í hans garð vegna þess að hann þurfti að horfa á teiknimynd...

Snævar Örn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hefði ekki verið huggulegra að láta karlinn horfa á Myrkrahöfðingjann eftir Hrafn Gunnlaugsson?

Björn Birgisson, 14.4.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Það er nú bara einu sinni þannig í þessu lífi að það er alltaf sá sem tapar sem er ljóti karlinn.  Þau hundruð eða þúsund saklausra borgara sem féllu í innrásinni teljast víst ekki með.  Georg Bush yngri hefur verið látinn líta út eins og saklaus heimskingi þótt fáir þjóðhöfðingjar hafi fleiri mannslíf á samviskunni á síðari tímum.

Væri kannski ráð að láta hann horfa á Fahrenheit 9/11 nokkrum sinnum og stúta honum svo.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 13:33

4 identicon

Það gerir Saddam Hussein ekkert að betri manneskju þó að innrás Bandaríkjanna í landið hafi verið glæpsamleg. Hann átti allt vont skilið og meira til.

BS (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Róbert Tómasson

Hárrétt BS en því ekki láta það sama yfir aðra ganga.  Það hvarflar ekki að mér að reyna að fegra eða afsaka gjörðir Saddams, en alveg sama hvernig ég reyni þá sé ég ekki húmorinn í þessum verknaði.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 15:56

6 Smámynd: Diesel

Auðvitað sérðu ekki húmorinn í því, þú heldur með Liverpool.

Diesel, 14.4.2009 kl. 20:30

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég verð nú að viðurkenna að ég sé ekki heldur húmorinn! Skil ekki alveg hvernig pyntingar geta verið fyndnar - og í raun bara sorglegt þegar fólk fer niður á sama plan og fyrrum kúgarinn!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

ég er sammála pistlahöfundi, pyntingar eru aldrei til góðs.

Viðar Freyr Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 23:08

9 identicon

South Park þættirnir eru frábær afþreying. Matt Stone og Trey Parker eru snillingar. Fyrir þeim er ekkert heilagt, þeir gera jafnan grín af heimsku og fávísi samlanda sinna sem og leiðtogum annara landa. Þeir tóku til dæmis Kim Jong-il fyrir í myndinni Team America: World Police um leið og þeir hraunuði yfir hernaðar aðgerðir bandaríkjamanna í mið-austur löndum.

Þegar Stone segir að hann sé stoltastur af árituðu myndinni. Og að hún sé einn af hápunktum ferils síns. Jafnframt því að telja það nokkuð fyndið að hugsa til þess að leiðtoginn fyrrverandi hefði horft á mynd sína aftur og aftur. Getur alveg eins verið kaldhæðni af hans hálfu. Þá meina ég að það getur verið að honum finnist það findið að segja þetta, einfaldlega til að skjokkera lesendur.

South Park þættirnir gera grín af allskonar ádeilu málum. Eins og ég sagði, þá er þeim ekkert heilagt, trúmál, sjúkdómar, stríð og svo má lengi telja. Auðvitað er þessi kaldhæðnis húmor ekki fyrir hvern sem er.

Róbert, ég mæli með því að þú kynnir þér aðeins verk þeirra Stone og Parker áður en þú kallar þá heimska.

Þú getur horft á South Park þætti hér

http://www.southparkstudios.com/guide

Hér er svo umfjöllun um Team America: World Police

http://en.wikipedia.org/wiki/Team_america_world_police

og 

http://www.imdb.com/title/tt0372588/


Gummi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:24

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Gummi þakka þér fyrir ítarlegan pistil og linkana.  Ég held að ég hafi séð flest allt sem komið hefur frá Stone og Parker og haft lúmskt gaman af.  En einhverstaðar verð ég að draga mörkin.  Ég veit ekki alveg hvort hneykslaði mig meira, andlegar pyntingar BNA manna á þeirri aumkunarverðu mannveru sem Saddam var rétt fyrir aftökuna eða það að Stone þætti þetta fyndið.

Þegar við sjáum orðið húmor í pyntingum og aftökum þá er stutt í það að við förum á sama plan og hrottarnir sem við gagnrýnum hvað mest.  Ég held við séum yfir það hafin.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 23:39

11 identicon

Já það er mikið til í því. Pyntingar eru ekkert grín. Þó svo að ég sé ekki alfarið á móti pyntingum að þá er ég sammála þér í þessu tilfelli.

Auðvitað á einhver eftir að halda því fram að ég sé rugglaður með því að segjast vera hlintur pyntingum og þess vegna er bara best að svara því fyrir fram.

Tilefnislausar pyntingar eru náttúru lega bara hrein og bein illska. Menn sem njóta þess að pynta aðra eru holderfingar illskunar. En aftur á móti er ég hlintur pyntingum á fólki sem augljóslega hafa að geima upplýsingar sem geta bjargað mannslífum. Í þessu tilfelli, hvað varðar Saddam og South Park er líklegt að gerandinn (USA) hefur verið að pína Saddam einungis vegna þess að þeim fannst það findið, og ég er alls ekki að réttlæta það á einn eða annan hátt. En ef þeir gera slíkt hið sama við meinta hryðjuverkamenn sem hafa viðhalda upplýsingum sem varða öryggi almenning að þá ber ég lítið sem einga samúð með þeim.

Gummi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:21

12 identicon

ég hló

Eyþór (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband