30.11.2008 | 16:54
Heimskur réttaritari
Suðurnes eru ekki sveitafélag eins og hæglega mætti skilja af skrifum þess er þessa frétt ritar, heldur eru 5 sveitafélög á Suðurnesjum.
Þetta er því miður ekkert einsdæmi í frétta skrifum í dag, heldur er þetta frekar regla heldur en hitt, hvimleitt og ekki til þess fallið að gera fréttir trúverðugar.
Fréttamenn vandið ykkur!
Hópslagsmál á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Suðurnes eru eitt lögregluumdæmi, hálfviti. Það er því rétt að segja lögreglan á Suðurnesjum.
rasmus (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:07
Rasmus nafnið segir greinilega með hverju þú hugsar og þú ert sjálfur þetta ljóta sem þú kallar mig.
Eitt lögregluumdæmi eða ekki sveitarfélögin eru og verða 5. og taktu svo heilaselluna út úr nafninu þínu áður en þú tjáir þig næst.
Róbert Tómasson, 30.11.2008 kl. 17:34
Þeir tala um lögregluna á suðurnesjum og þeir tala um Reykjanesbæ.. spurning hver er fávitinn hér... Þú eða fréttaritari sem þú nefnir "réttarritara"
Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 18:21
Greinilega góður siður að lesa féttir alveg í gegn
Róbert Tómasson, 30.11.2008 kl. 19:42
Hárrétt hjá þér Óskar.
Og Rasmus allt sem ég sagði um þig ber því miður keim af eigin fljótfærni og eiginlega bara heimsku, ég tek það allt til baka og biðst afsökunar í staðinn.
Róbert Tómasson, 30.11.2008 kl. 19:44
Haha,
þú semsagt tekur undir með manninu sem kallar þig fávita?
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:01
Róbert - það er alveg rétt hjá þér að fréttaritarar gera oft fljótfærnimistök, þó það hafi ekki átt við í þessu tilfelli. Það gerist líka oft að bloggari geri fljótfærnimistök, eins og þú gerðir núna. En það sem gerist allt, allt of sjaldan er að sá sem geri mistökin viðurkenni þau! Til hamingju, þú ert flottur. :)
Ágústa (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:18
sammála Ágústu.. eyddu nú þessari færslu út róbert...
Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 22:27
Sælir
Eðlilegt að menn missi sig þegar aðrir koma með aulaskot eins og þessi rasmus.
Óskar Þorkelsson, þetta með Reykjanesbæ var bætt inná fréttina eftirá.
Upphaflega var talað um skemmtistaði á suðurnesjum þ.a. það sem Róbert sagði var rétt á sínum tíma.
Ignito, 30.11.2008 kl. 22:31
Hér er fjörið!
Jens Guð, 1.12.2008 kl. 02:05
....talandi um "réttaritara" þá var nú ein frétt á mbl.is um helgina um ökumann í umdæmi Selfosslögreglunnar sem slapp ómeyddur
Ég geri nú þá einstaklega frekjulegu kröfu um að fréttaritarar riti sínar fréttir rétt ella séu þeir réttdræpir ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 09:57
Hér er fjör og hér er gleði. Ég vill þakka öllum sem hafa lagt orð í belg hérna, sérstaklega Ignito é taldi mig nefnilega ekki hafa rekist á orðið Reykjanesbær við fyrsta lestur og stimplaði það svo á fljótfærni. Ég hef áður lent í því að frétt er "leiðrétt" eftir að ég bloggaði um hana og þá varð bloggið frekar kjánalegt fyrir bragðið. Spurning hvort maður eigi ekki að taka kópíu af þeim fréttum sem maður bloggar um.
Róbert Tómasson, 1.12.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.