18.11.2008 | 11:21
Enn og aftur "Vesalingar!!!"
Athyglisverðar afsakanir Davíðs og ótrúlegt að Seðlabanki hafi ásamt ríkisstjórn vitað af stöðu bankanna fyrir ári síðan án þess að aðhafast neitt.
"Það hlustaði enginn á mig" segir hann án þess að blikna, þar með virðist hann vísa ábyrgðinni alfarið á ríkisstjórn Geirs H. hver annar hefði svo sem átt að grípa í taumana?
Skrípaleikurinn heldur áfram hver vísar á annan og sýnist mér að Davíð hvít þvoi Seðlabankann af öllum sökum, maður hlýtur að spyrja sig, " hvað þiggja bankastjórar og bankaráðsmenn Seðlabanka Ísland laun fyrir ef þeir bera enga ábyrgð?"
Þegar loks kemur að þeim langþráða degi að Davíð Oddson hrökklast frá hvort sem það verður á eftirlaun eða yfir móðuna miklu og niður, þá ætla ég að lyfta glasi og segja "Skál, Bermúda skál" og votta andskotanum samúð mína.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.