18.10.2008 | 16:11
Þeir sletta skyrinu
sem búa í glerhúsum.....
Þessir aðilar sem nú kenna erlendum bönkum um íslenskar ófarir eru sennilega þeir sem stærstan þátt eiga í allri þessari vitleysu sem nú ríður yfir þjóðina. Stjórnendur banka sem fóru offari í fjárfestingum og lánveitingum, eftirlitsstofnanir sem greinilega höfðu eftirlit með einhverju allt öðru en þeir áttu að gera og stjórnvöld sem hugsuðu meira um að ganga í Sloggi nærfötum svo þeir mynduðust betur en að sinna þeim skyldum sem þau voru kjörin til.
Það er fínt að geta kennt öðrum um, því þá dregur maður athyglina frá eigin ábyrgð og vankunnáttu. Það var jú miklu skemmtilegra að flengjast á einkaþotum milli landa til þess að sníkja atkvæði í öryggisráð SÞ en að stjórna landinu, enda miklu fínna að skola niður kavíar með kampavíni með útlenskum stórmennum, en að éta slátur og grjónagraut með mörlandanum.
Ég skora enn og aftur á þetta "ekki" ágæta fólk að breyta einu sinni rétt og segja af sér öll sem eitt.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Athugasemdir
Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.
Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:19
Einfaldanir eru kannski einmitt það sem þarf. Það er því miður oft þannig að hlutirnir eru flæktir svo gríðarlega að engin leið er skilja þá og í glundroðanum sem á eftir fylgir eru hæg heimatökin að lauma inn óæskilegum fylgifiskum.
Ég er ekki að segja eingöngu eigi að draga núverandi ráðamenn til ábyrgðar, heldur þarf að fara ofan í saumana á þessu máli öllu og draga alla til ábyrgðar sem hana eiga.
Það breytir ekki því að þeir sem eru í forsvari nú, brugðust og eiga að segja af sér.
Róbert Tómasson, 18.10.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.