15.10.2008 | 10:53
"brandarabankinn"
Um langa hríð hafa framá menn í atvinnulífinu, stjórn SÍ og aðrir þeir sem vit hafa á íslensku atvinnulífi, bent á það að stýrivaxta stefna Seðlabankans væri að sliga Íslensk fyrirtæki og skilaði engum árangri gegn verðbólgu, en talað fyrir daufum eyrum.
Nú aftur á móti bregður svo við að þegar segja þarf upp 3 - 400 manns úr fjárglæfradeildum bankanna, þá allt í einu er hægt að lækka stýrivexti vegna þess er segir orðrétt, " mikil umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap, störf hafi horfið, eftirspurn hnignað og væntingar með daufasta móti."
Þetta er í raun viðurkenning á því sem allir vissu að stefna Seðlabankans var kolröng og svona viðurkenningum eiga að fylgja afsagnarbréf ef einkver sómatilfinning er til staðar, en því miður virðist því ekki vera til að dreifa.
Í mínum huga eru því þessir menn ærulausar gungur sem þora ekki, eða kunna ekki að axla ábyrgð þá sem starfi þeirra fylgir jafnvel þó þeir hafi þegið himinháar upphæðir í laun og bónusa fyrir það eitt að keyra þjóðarbúið í þrot.
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gengur ekki að ætla að sópa þessum málum undir teppið.
Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.