Davíðs sálmar hinr síðari

Heyr mínar bænir þið þrautpínda þjóð

Þessi boð mín og bönn nú ég festi í ljóð.

Ég legg banka að velli

Og Bónus í hvelli.

Og hvar sem ég fer, þar er hörmung í slóð.

 

Nú lýður skal krjúpa og bænirnar kyrja

Já gerið það strax því ég er rétt að byrja

En berið fyrst hupp

Hafið endana upp.

Ég tek ykkur öll alveg án þess að smyrja.

 

Og enginn skal efast um kraft minna orða

Ef ég reiðist, þá reiði ég blóðugan korða

Og hegg þennan skríl

hirði hús þeirra og bíl.

Og stoltið og landið og gjaldeyrisforða.

 

Allt vald er mér gefið í krafti míns Banka

Yfir eigunum ykkar, hverri skrúfu og planka.

Frá Gjögri að Gróttu

Eins og þjófur að nóttu

Ég ryðst inní Banka og geri þá blanka.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 12.10.2008 kl. 10:42

2 identicon

Af bloggi RT 07.06.2008 HAhahahaha 

Ég spyr, er það eðlilegt að menn hafi af persónulegum eða pólístíkum ástæðum, sjálftöku á almannafé til þess eltast við menn eins og Jón Ásgeir og Jóhannes sem það eitt hafa til saka unnið að bæta kjör almennings í landinu meir en nokkur ríkisstjórn fyrr eða síðar?

LR (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Góður punktur Hólmdís svo bregðast krosstré sem önnur.  En ég vill benda á að Baugsmenn gerðu ekkert sem yfirvöld ekki leyfðu, getuleysi ríkisstjórnarinnar og vesalinganna sem höfðu eftirlitsskildu með fjárfestingum verður ekki af þeim skafið og skömmin ekki frá þeim tekin, hverjir afnámu bindisskildu banka svo dæmi sé tekið, ekki Jón Ásgeir né aðrir fjárfestar til þess höfðu þeir ekki völd.  Þau völd komu frá ríkisstjórn með blessun seðlabanka.

Róbert Tómasson, 12.10.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband