Baugur

Jæja þá er nú blessað Baugsmálið loksins til lykta leitt, og þó fyrr hefði verið.  Sjaldan eða aldrei hefur jafn mörgum skattkrónum verið sóað af jafn litlu tilefni, ekki einu sinni Grímseyjar ferjan jafnast á við þetta.

Og allir brosa og fyrra sig ábyrgð.  Saman safn að manni finnst torgreindra undirmálsmenna fóru af stað með látum gífuryrði féllu, öllu skildi tilkostað til þess að þessir glæpamenn Baugsfeðgar enduðu á bak við lás og slá.  Og hver var svo uppskeran ? "skid og ingen ting" eða tittlingaskítur eins og við segjum hér á Fróni.  Ég spyr, er það eðlilegt að menn hafi af persónulegum eða pólístíkum ástæðum, sjálftöku á almannafé til þess eltast við menn eins og Jón Ásgeir og Jóhannes sem það eitt hafa til saka unnið að bæta kjör almennings í landinu meir en nokkur ríkisstjórn fyrr eða síðar?

Ég sagði á sínum tíma og stend við það, að ef að Kolkrabbinn sálugi hefði sætt svipaðri rannsókn og Baugur, að þá væri sér álma fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Litla Hrauni, og það er með ólíkindum hversu raunverulega lítið athuga vert kom fram miðað við umfang málsins og hvert það stórfyrirtæki sem svona vel kemur undan svona rannsókn, er vel rekið og á hrós skilið.

Baugsfeðgum óska ég til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni, rannsóknar aðilar og sækjendur málsins ættu að sjá sóma sinn í því að hverfa til starfa á öðrum vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband