Danskar "dráp" skopmyndir

Enn á ný birta dönsk blöð svokallaðar skopmyndir af spámanninum Múhameð og telja sig í rétti til að gera það í nafni rit og tjáningarfrelsis, þó allir hljóti að sjá að tilgangurinn sé sá einn að koma af stað æsingi til að eyða gúrkutíð fjölmiðla.

Hver hefur rétt til þess í nafni tjáningarfrelsis að særa og meiða miljónir manna um allan heim, vitandi það, að örfáir öfgamenn og sjúkir einstaklingar notfæri sér reiðina sem í kjölfar fylgir til þess að fá útrás fyrir sjúklegt drápseðli og öfugugga hátt.  Síðast þegar myndirnar voru birtar lét fullt af fólki lífið, blóð þeirra er á höndum þess fjölmiðlafólks sem að birtingunni stóðu segi ég.  svo eru allir múslimir dæmdir af voðaverkum hlutfallslega örfárra öfgamanna, ég er hræddur um að "við" í hinum svokallaða vestræna heimi yrðum ekki sátt ef dæma ætti okkur öll eftir verkum Hitlers og Stalíns eða jafnvel krossfaranna sem fóru um landið helga myrðandi og meiðandi hvern þann sem ekki vildi snúast til réttrar trúar.

Tjáningarfrelsið er einhver dýrmætasta gjöf sérhvers manns og þarafleiðandi gríðarlega vand með farin, það er ekki byssan sem drepur heldur sá sem tekur í gikkinn, sama á við um fjölmiðla þá sem byrtu téðar myndir þeir eru  ábyrgir, sama hvað þeir reyna að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi.

Við íslendingar ættum að fordæma þennan verknað og ekki dæma heil trúarbrögð eftir örfáum öfgamönnum.   Allir þeir múslimar sem ég hef kynnst og þeir eru nokkuð margir eru harð duglegt sóma fólk sem eingöngu þráir að fá að lifa í sátt og samlyndi, látum þá ekki líða fyrir afbrot örfárra óábyrgra fjölmiðlamanna í leit að skjótum frama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Úff Robbi ég er svo hjartanlega sammála þér með þetta.

Það er alltaf verið að dæma fjöldan út af gjörðum fárra, maður bara spyr sig hvað þessi vitleysa endar öll. 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband