25.1.2008 | 00:50
Guð hjálpi Íslandi, því
ekki má ég vera að því. Það gekk gjörsamlega aftur og fram, upp og niður af mér skrílslætin í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Ef þetta er það fólk sem á að erfa landið þá erum við í vondum málum. Andleg fátækt þessa aumingja fólks er með þvílíku eindæmum að ég á varla til orð.
Og ekki nóg með það þessir andlegu fátæklingar töluðu um lýðræði, eftir frammistöðu þeirra leyfi ég mér að draga það stórlega í efa að þau hafi hugmynd um merkingu þess orðs.
Borgarfulltrúar ásamt öðru sveitastjórnarfólki eru kjörnir til fjögurra ára í senn í samræmi við kosningalög. Það þýðir að hvort sem fólki líkar betur eða verr þá sitjum við uppi með þá út kjörtímabilið, það er LÝÐRÆÐI, ef við erum ósátt með gjörðir þeirra á kjörtímabilinu þá gerum við það upp í næstu kosningum það er LÝÐRÆÐI.
Fráfarandi meirihluti var yfir sig hneykslaður yfir þessum vinnubrögðum og hefur aldrei "upplifað" annað eins, ég spyr " Hvar var þetta fólk fyrir hundrað dögum ?" ég veit ekki betur en að þeir hafi sjálfir innleitt þessa sandkassa pólitík í borgina.
Nú er Dagur að kveldi kominn og verður að kyngja því, hann getur þó verið stoltur af því að hann ríkti aðeins lengur en Jörundur hundadagakonungur og ég efa það ekki eitt augnablikk að ólíkt Jörundi þá mun Dagur rísa aftur enda skörunglegur og geðþekkur pólitíkus.
En nú má ég ekki vera að því að ræða pólitík, var að frétta það að sonar sonur minn og nafni fæddist nú fyrir hálf tíma síðan og þá gleymist öll gremja og hneykslan yfir atburðum dagsins og mikilvægari málefni taka við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
100 % sammála, í dag fæddist hægri sinnaður einstaklingur úr fjötrum hræsninnar sem er samfó. Einhver ætti að útskýra fyrir þeim orðið "karma" Við erum eflaust mörg sem endurfæddumst í dag.
TIL HAMINGJU MEÐ SONAR SONINN!!!
Linda, 25.1.2008 kl. 01:21
Til hamingju afi
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 16:20
til hamingju með afastrákinn
Ásta Björk Hermannsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:42
Takk innilega fyrir hamingju óskirnar.
Róbert Tómasson, 6.2.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.