Sjómennska

Jæja góðir hálsar.  Haldið þið að karlinn hafi ekki drifið sig á sjó í gær og það til að draga skötusels net.  Hafði ekki dregið net í yfir 20 ár en lét mig samt hafa það.  Nema hvað þarna bylltust skötuselirnir inn einn af öðrum og hver öðrum ljótari.  Fyrir þá sem ekki vita hvernig skötuselur lítur út er gott að ímynda sér að Ókindin og Tazmaníu djöfull hafi gamnað sér saman og afraksturinn orðið skötuselur.

Þrátt fyrir útlitsfötlun er skötuselurinn eitt mesta lostæti sem kemur úr hafinu og er það gott dæmi um það að það er innihaldið en ekki útlitið sem máli skiptir.  En sjóferðin var hin skemmtilegasta, aflinn alveg ágætur en mikið djö. er skrokkurinn aumur í dag, var alveg búinn að gleyma hvað þetta er mikið puð þegar ég sló til.

Bölvaði talsvert í hljóði á meðan við vorum að draga netin yfir því að hafa látið plata mig út í þetta og hét því að gera þetta aldrei aftur.  Var svo beðinn í gærkvöld að koma anna róður á mánudaginn og sagði....JÁ.  spurningin er því þessi " Er hægt að kaupa sér skamtímamynni ?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband