6.6.2007 | 02:02
Óþægilegir ráðherrastólar ?
Það væri gaman að fá nánari útlistun á því hvað "eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna " er. Á að skiptast á te boðum, heimsóknum eða vantar kannski að koma upp sendiráði.
Við erum jú ein stærsta smáþjóð í heimi (miðað við höfðatölu og hæð yfir sjávarmáli) og höfum þar af leiðandi ákveðnum og ríkum skyldum að gegna á alþjóðavettvangi og mikilvægt að rödd okkar heyrist sem víðast. Hér á árum áður var það víst þannig að konur í austurlöndum gengu nokkrum skrefum á eftir bónda sínum en tímarnir breytast og nú er það víst þannig að þær ganga nokkrum skrefum á undan það eru jú jarðsprengjur út um allt.
Hitt er sjálfsagt víst að ef frú Ingibjörg er búin að bíta það í sig að leggja leið sína þangað austur þá stöðvar hana fátt hlakka reyndar svolítið til að sjá hana með slæðu yfir andlitinu fer henni ábyggilega vel, því segi ég bara "góða ferð" og vertu ekkert að flýta þér til baka.
Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.