12.9.2009 | 14:04
Efla dómstóla?
Til hvers, dæma menn í fangelsi sem ekki eru til? Nú þegar eru fangelsi yfirfull og langur dráttur á því að menn geti setið af sér dóma.
Ramos nokkur Brasilískur lýtalæknir með rán og morð sem sér grein vakti athygli á því í viðtali hversu dásamlegt væri að vera fangi á Íslandi, "svítan" sem hann hefur í Hegningarhúsinu myndi í hans heimalandi hýsa u.þ.b. 30 fanga, hann líkti klefanum við fjögurra stjörnu hótel.
Ég held að það sé nokkuð ljóst af þessu að fangelsi á Íslandi eru vannýtt, mætti að skaðlausu fjölga aðeins í klefunum, þetta á jú að teljast refsing en ekki hvíld í boði hins opinbera. Svo mætti líka auka fjölbreytni í refsingum, í Bandaríkjunum sá ég fanga í samfélagsþjónustu með skilti á bakinu sem lýsti því að hann væri fangi í samfélagsþjónustu. Það er nefnilega lítil refsing að afplána dóm án þess að nokkur viti af því.
Einnig mætti fyrir hvítflibba krimma setja upp gapastokka á Austurvelli þar sem heiðvirt fólk gæti t.d. um helgar komið með fjölskylduna og barið þessa kóna augum sér til ánægju og jafnvel fengið að kasta nokkrum eggjum.
Opinberar hýðingar koma líka sterklega til greina fyri minni yfirsjónir.
Efla þarf dómstólana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar í ósköpunum líkti Ramos hegningarhúsinu við hótel? Ég hef séð það, þar er hræðileg aðstaða, öllu verri en á hrauninu/kvíabryggju/kvennafangelsinu, enda einungis ætlað sem stutt gæsluvarðhald. Ætlað. Fangelsismál á Íslandi eru til skammar.
ks (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:07
Sæll ks og takk fyrir innlitið
Ramos sagði þetta í símaviðtali við Stöð 2 rétt eftir að hann var fangelsaður.
Róbert Tómasson, 12.9.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.