10.7.2009 | 14:37
Skítt með stjórnarskrána, minn tími er kominn!!!!
Ææ, það sem sagt var súkkulaði fljótandi á rjóma fyrir kosningar, reynist eftir kosningar skítur sem marrar í hálfu kafi á hlandpolli. Lýðræði er lýðræði fyrir kosningar en flokksræði að þeim loknum, sumt breytist aldrei því miður.
Þingmenn eru einungis bundnir af eigin sannfæringu segir í stjórnarskrá Lýðveldisins ekki endilega nákvæmlega með þessum orðum en þetta er inntakið. Ásmundur kýs að taka sér frí og heyja ofan í skepnurnar sínar sem í staðin sjá honum fyrir afurðum sem nýtast öllu þjóðarbúinu frekar en láta kúga sig til hlýðni af skepnunum á þingi sem ekkert gera annað en að skapa skítalykt.
Hattinn ofan fyrir Ásmundi.
![]() |
Ásmundur farinn í heyskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásmundur Lambi Daðason hefur ákveðið að huga að sínum sauðum, enda þá kominn meðal jafninga.
Með ólíkindum að maðurinn skuli leyfa sér að hlaupa til að huga að niðurgreiddu sauðfé, þegar jafn mikilvæg mál eru til umræðu í þinginu eins og EBE málið er.
Sigurdur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:46
Ásmundur velur að fara frekar en að láta kúga sig til þess að liggja á skoðunum sínum, rétt eða rangt veit ég ekki en gríðarlega mikil staðhæfing engu að síður og honum frekar til sóma en lasts.
Róbert Tómasson, 10.7.2009 kl. 14:48
Ekki er nú merkilegt stjórarfyrirkomulag Samfylkingarinnar,og miklir amlóðar eru Vinstri- Grænir að láta þettað spurjast um sig,ég er sammála Róbert Traustasyni,Nú er Jóhönnu tími liðin,nú er komin timi svikinna loforða.
Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:55
Tek heilshugar undir með Róbert og Ólöfu. Sigurður, þú skrifar eins og sannur samspillingarmaður, fúkyrðaflaumur og rökleysa.
Umrenningur, 10.7.2009 kl. 15:07
Jóhanna hefur ekki svikið neitt hvað varðar umsóknaraðild. Hinsvegar hefur Steingrímur nú svikið öll sín kosningaloforð frá A til Ö. Og hann hefur gert meira; hann hefur kúgað flokksmenn sína inni á Alþingi til að gera það líka.
Geri aðrir betur eftir 5 mánaða setu í ríkisstjórn!
Árni Gunnarsson, 10.7.2009 kl. 15:17
Held hann Ásmundur ætti að láta á sjórnaslita hótun samfó og halda þar með sanfæringu sinni ekki hlaup út í sveit eins og hræddur rakki nema hann sé frekar að hugsa um að halda í völdin en sanfæringuna.
Jóhannes (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:38
Sigurður. Viltu heldur niðurgreiða matin frá Evrópu með sína hormónaóhollustu?
Verði þér að góðu. Fólk segir : Ja það er mjög gott þetta hormónakjöt, sem Ísland hefur hingað til niðurgreitt!
Svo segir það: En ég vildi ekki þurfa að lifa á því alltaf! Hverju vilja þeir þá lifa á? Getur þú svarað þv? Eða ertu kanski ekki alveg með það á hreinu hvernig þetta er í raun?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2009 kl. 20:57
Það er líka önnur hlið á þessu máli og það er hagsmunagæsla. Það er ástæða fyrir því að ákveðið var að setja þingmönnum reglur þess efnis að þeir gæfu upp hagsmunatengsl sín svo almenningur gæti áttað sig á því að gjörðir þeirra væru ekki litaðar af eiginhagsmunum heldur að ákvarðanir þessara manna væru með almannaheill í huga. Þarna tók þessi ungi maður ákvörðun um að sinna sínum eigin hagsmunum sem óðalsbóndi frekar en að taka afstöðu til ESB út frá því hvað er best fyrir almenning í þessu landi.
Tveir þingmenn gengu á dyr í þessu tilfelli, það voru umræddur bóndi og Ásbjörn óttarsson kvótaeigandi. Það segir allt sem segja þarf. Eru þessir aðilar ekki vanhæfir alveg eins og menn gera kröfur um að Þorgerður Katrín hafi verið vanhæf í að taka ákvarðanir í málefnum KB banka? Veltið þessu fyrir ykkur.Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.