Heilbrigðisráðherra til sölu.

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.  Nú þegar skera þarf niður í heilbrigðiskerfinu væntanlega með lokun deilda og fækkun starfsfólks ætlar Ömmi að fara að byggja hátæknisjúkrahúsið sem Dabbi kom á koppinn þegar hann veiktist. 

Það væri nær að nota þessa fjármuni til þess að ullnýta þann húsakost og mannskap sem er til staðar nú þegar.  Það þarf að hreinsa til í kollinum á kerfinu ekki undirstöðunum.  Fyrr á árinu birtist frétt af Bandarískum vísindamanni sem var búinn að vera þrjú ár að rannsaka hvers vegna ló safnast í naflann, það er svona lagað sem þarf að hreinsa út þá má kannski ná meiri skilvirkni út úr kerfinu.  Ekki segja upp læknum og hjúkrunarfólki svo iðnaðarmenn geti fengið vinnu, það er eins og að selja beljurnar sínar til þess að eiga fyrir mjaltavél.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skrambi góður pistill Róbert, þó ég sé ofstækisfullur LSH maður, og hlynntur nýjum spítala

Finnur Bárðarson, 6.5.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Róbert,

ekki nota orðið hátæknisjúkrahús, okkur sem störfum á Landspítalanum þykir það slæmt orð. Það er frekar orðskrípi og niðrandi. Svipað væri að kalla Flugleiðir hátækniflugfélag ef þeir byggðu sér nýtt flugskýli sem læki ekki og héldi vindi.

Að halda að einhver á Landspítalanum sé að bora í naflann á sér í þrjú ár á fullu kaupi eins og þú gefur í skyn er lágkúra.

Það er ekki hægt að umstafla meir á LSH.

Það kostar 80% af því að byggja nýtt ef þú gerir upp deild sem fyrir er.

Gamli Landspítalinn sem var opnaður 1930 var byggður í síðustu kreppu til að skapa atvinnu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.5.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Sælir strákar og takk fyrir kommentin.  Ég er sammála þér Gunnar að "hátæknisjúkrahús" er orðskrípi.  Það var allsekki meining mín að hallmæla því frábæra fólki sem starfar á LSP á nokkurn hátt og ef þessi saga af Bandaríska vísindamanninum sem rannsakaði naflalónna í þrú ár hefur skilist á þann veg biðst ég ynnilega velvirðingar á því.  Ég hef sjálfur þurft að nota þá þjónustu sem LSP hefur uppá að bjóða oftar en einu sinni og get ekki annað sagt en að hún er frábær.

Það sem ég kannski svo klaufalega reyndi að koma á framfæri er í megin atriðum það að eins og ástand er í þjóðfélaginu í dag er kannski skynsamlegra að reyna að verja störf en byggja.

Ef hinsvegar er hægt að gera hvoru tveggja þá er ég alfarið hlynntur því, aðstaðan er löngu úr sér gengin og ég geri mér fulla grein fyrir því að það er dýrara að gera upp gamalt en byggja nýtt en þetta er bara allt spurning um tímasetningu.

Róbert Tómasson, 6.5.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega ´sammála þessu, og eigum við ef til vill að tala um tónlistahöll líka sem á að byggja fyrir nokkra milljarða.  Talandi um veruleikafyrringu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband