5.5.2009 | 23:50
Sveitasæla
Öðru vísi mér áður brá. Ég man þá tíð þegar maður fór í sumarbústað til þess að sleppa frá daglegu amstri, laus við síma og hafði bara gufuna til þess að hlusta á. Takmarkið var semsagt að hvílast ærlega rækta sambandið við náttúruna og bara njóta lífsins með fjölskyldunni vakna við fuglasöng og sofna í kyrrðinni laus við alla nútíma tækni.
Þegar maður þarf orðið 40 tommu flatskjá, tölvuskjá og allt þetta sem engin virðist geta lifað án í dag, er þá ekki alveg eins gott að halda sig heima hjá sér og spara sér aurinn og ferðalögin, hvað er gaman að vera í bústað þar sem einn situr kannski yfir sjónvarpi, annar í tölvu og þriðji að blaðra í gemsann sinn, erum við ekki búin að gleyma tilganginum með bústaðar ferðinni?
Fjörutíu tommu flatskjá stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.