11.2.2009 | 00:43
Bull í Steinari
Eftir að hafa hlustað á upptöku af samtali forsetans við þýska blaðamanninn í fréttum sjónvarpsins, verð ég að segja að Steinar hefði átt að halda kjafti þar til hann hafði heyrt hana. Í samtalinu kemur hvergi fram að íslendingar ætli ekki að greiða, heldur talar forsetinn um að hinn almenni íslendingur skilji ekki hversvegna hann er í þessum hremmingum að þurfa að greiða óreiðu skuldir annarra.
Þýski blaðamaðurinn er annað hvort ákaflega illa að sér í ensku eða skáldar hreinlega viðtalið. Ég skil vel að Steinari blöskri þessi frétt en honum hefði verið nær að kynna sér allar staðreyndir málsins áður en hann hefur uppi gífuryrði í fjölmiðlum.
Heill forseta vorum og fósturjörð og burtu með Davíð. hehe
![]() |
Svakalegt að fá þetta í andlitið núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta.
Fréttin var upploginn í þýskum fjölmiðlum eins og venja er hjá fréttamönnum hérlendis líka þegar þarf að selja snepilinn.
Grettir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.