Sóðaskapur og sorgleg dagskrá

Þetta eru alvarleg tíðindi álit Samkeppnisstofnunar fyrir RUV, að RUV noti í rauninni skattfé þ.e. peningana mína og ykkar til þess að drepa niður samkeppnina, að mínu mati drullusokksháttur af versta tagi og að sjálfsögðu eins og annarstaðar í ríkisbatteríinu enginn ábyrgur.

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig RUV sem öll þjóðin er skikkuð til þess að greiða afnotagjöld í einu eða öðru formi kemst upp með það að þjóna að því er virðist að langmestu leiti minnihluta hópum.  Á þetta ekki að heita sjónvarp allra landsmanna? spyr sá sem ekki veit.

Nú hlýtur þetta athæfi að teljast refsivert á einhvern hátt og ég vona að þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þessu ófyrleitna athæfi leiti réttar síns.

Lifi SKJÁRINN!!!

Og: Burt með spillingarliðið.  hvar svosem það heldur sig.


mbl.is Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

svakalega kemur þetta álit eitthvað seint frá Samkeppnisstofnun. Get ekki annað en hlegið. En sammála því er ég. Sérstaklega eins og staðan er í dag.

Takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Björn Birgisson

RUV er flott, með eða án auglýsinga. Spurning um meiri eða minni skattgreiðslur okkar allra. RUV er rödd í eigu okkar allra, Íslendinga.

Spurningin er þessi: Sterkt RUV annars vegar -  hins vegar fjölmiðlar gjaldþrota auðkýfinga  (Bjögga og Nonna Grís) - hvort er betra?

Málið er einfalt: RÚV verður alltaf til - en tekst okkur að stofna til annarra fjðlmiðla með dreifðri eignaraðild?

Björn Birgisson, 14.11.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Róbert Tómasson

RUV leggur sig virkilega fram um að þjóna sem flestum það mega þeir eiga, en oft finnst mér þeir leggja sig svo hart fram um það að meirihlutinn gleymist.

En þeir verða bara að gjöra svo vel að standa sig og keppa á samkeppnisgrundvelli, það mætti skera verulega niður hjá RUV án þess að það kæmi niður á samkeppninni.

Skólabókar dæmi um stofnun þar sem áherslan er frekar lögð á mannfjölda en mannauð.

Róbert Tómasson, 15.11.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband