10.11.2008 | 18:58
Óvinsæll fáráður
Óvinsældir Bush held ég að stafi fyrst og fremst af því að Bandarískur almenningur gerði sér grein fyrir því að þeir hafa í tvígang kosið yfir sig fáráð sem hefur engar aðrar lausnir en hervald þegar kreppir að.
Sama gæti verið uppi á teningnum hér á Íslandi, það er að renna upp fyrir fólki að við kjósum nánast hugsunarlaust eftir flokkspólitískum línum án þess að eyða of miklum tíma í að reyna að komast að því hvort viðkomandi hafi getu eða hæfileika til þess að takast á við þau mál er upp kunna að koma.
Þess vegna sitjum við uppi með kjaftaska, vesalinga og fólk sem almennt hefði ekki til hnífs og skeiðar ef það ætti að bjarga sér á almennum markaði.
Burt með spillingarliðið!
Bush óvinsælasti forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"það er að renna upp fyrir fólki að við kjósum nánast hugsunarlaust eftir flokkspólitískum línum án þess að eyða of miklum tíma í að reyna að komast að því hvort viðkomandi hafi getu eða hæfileika til þess að takast á við þau mál er upp kunna að koma.
Þess vegna sitjum við uppi með kjaftaska, vesalinga og fólk sem almennt hefði ekki til hnífs og skeiðar ef það ætti að bjarga sér á almennum markaði."
Á þetta líka við kjósendur Framsóknarflokksins í gegn um árin? Lifðu heill!
Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 20:23
Vandamálið er bara það að allir frambjóðendurnir hérna eru eins. Grasið er því miður ekkert grænna hinum megin og sérstaklega í ljósi þess að nú þurfum við á fagmönnum að halda. Ég held þó að skásta fólkið sitji því miður núna við ríkisstjórin, ja allvega er Steingrímir J enginn fagmaður og líklegst sá aðili sem er verstur til samstarfs, og jafnframt mesti öfgamaðurinn í bransanum.
Mín skoðun er sú að það sé nauðsynlegt að taka allt stjórnkerfið í gegn. Ríkisstjórnin á að hafa það eina hlutverk að skipa og ráða menn í embætti. Forsetirráðherra og aðrir ráðherrar eiga ekki að hafa heimild til að tilheyra nokkrum flokkum. Það er algjörlega ófært að menn geti komist til valda fyrir það eitt að hafa unnið sér inn vinsældir innan síns flokks gegnum árin og aðeins fyrir það að hafa til dæmis aðlaðandi skoðanir. Pólitík eins og við þekkjum hana í dag er úrellt. Við þurfum ekki á mönnum með skoðanir að halda. Okkur vantar verkfræðinga, stærðfræðinga, hagfræðinga og svo frv. til að stjórna landinu, menn sem kunna að afla sér bestu mögulegra upplýsinga og taka ákvarðanir út frá þeim, menn sem taka ekki ákvarðanir af tilfiningalegum ástæðum, menn sem eru sérfræingar á sínu sviði.
Ég mundi setja þetta nokkurnveginn svona upp þó að auðvitað sé þetta svegjanlegt:
Forsætisráðherra: Verkfræðingur
Fjármálaráðherra: Hafræðingur/ Stærðfræðingur
Viðskiptaráðherra: Viðskiptafræðingur
Iðnaðarráðherra: Verkfræðingur
Menntmálaráðherra: Svegjanlegt (Annars finnst mér Þorgerður að vísu standa sig vel í því)
Félagsmálaráðherra: Sálfræðingur eða eitthvað í þá átt
Heilbrigðisráðherra: Heilbrigðisverkfræðingur
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Lögfræðingur
Seðlabankastjóri: Hagfræingur
svo er ég örugglega að gleyma einhverju...
Axel (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:53
Axel! Gott innlegg. Þú gleymdir a.m.k. þrennu.
Sjávarútvegsmál: Hver er æðstur í goggunarröð kvótakónga?
Landbúnaðarmál: Ólafur Dýrmundsson ráðunautur
Umhverfismál: Einhver stórtækur virkjanasinni........... Einar Ben. er því miður látinn, segjum bara Júlli Jóns hjá Hitaveitu Suðurnesja ............
Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 21:49
Axel, kannski þér þyki eftirfarandi atriði umhugsunarverð:
Jóhanna Sigurðardóttir er "aðeins" með verzlunarpróf, finnst þér hún standa sig illa? Forseti alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra er tæknifræðingur, ertu ánægður með störf hans? Forsætisráðherra er hagfræðingur, en það virðist ekki duga honum til að ná almennilegum tökum efnahagslífinu. Núverandi dómsmálaráðherra ER lögfræðingur, ertu sáttur við hann?
Ég er samt hjartanlega sammála þér að það eigi að skipa í þessar stöður á faglegum forsendum, og líta þá til bæði menntunar og reynslu viðkomandi. Hinsvegar verður líka að gæta þess að almúgafólk hafi aðgengi og aðkomu að stjórnmálum með einhverjum hætti, svo völdin lendi ekki öll í höndum einhverskonar menntaelítu. Það má til dæmis aldrei setja neinar kröfur á kjörgengi til Alþingis sem maðurinn á götunni getur ekki uppfyllt, grundvallarforsenda fyrir heilbrigðu fulltrúalýðræði er að fulltrúarnir séu þverkskurður þjóðarinnar og þannig raunverulegir fulltrúar hennar allrar í stað afmarkaðra hagsmunahópa.
Það sem ég tel að hái þingræðinu á Íslandi hinsvegar er hversu mikil völd ráðherrar hafa og færast þau sífellt í aukanna. Stundum jaðrar við að valdagræðgin sé álíka mikil og peningagræðgi útrásarvíkinganna svokölluðu. Það væri að mínu mati mun heilbrigðara fyrirkomulag ef ráðherrar kæmu ekki úr hópi þingmanna heldur væru skipaðir úr röðum almennings. Þeir myndu þá fyrst og fremst sinna daglegum rekstri sinna ráðuneyta og bera í samvinnu við þingið ábyrgð á fyrstu viðbrögðum við hverjum þeim aðstæðum sem upp kunna að koma, svipað og framkvæmdastjórn í fyrirtæki. Hinsvegar gæti Alþingi til lengri tíma lagt þeim línurnar varðandi þá stefnu sem þeir skuli fylgja í störfum sínum, t.d. með þingsályktunum og öðrum samþykktum þar að lútandi. Ennig mætti vera fyrir hendi sá möguleiki að ef vafi leiki á um heilindi ráðherra geti þingmenn lagt fram vantrauststillögu og fáist hún samþykkt verði hægt að víkja viðkomandi ráðherra úr embætti og skipa nýjan án þess að boða þyrfti sérstaklega til kosninga á miðju kjörtímabili.
Róbert, ég tek undir með þér að stjórnkerfið hér á Íslandi þjáist af mörgum þeim sömu vandamálum og það bandaríska, en sem betur fer ekki eins öfgakennt á mörgum sviðum. Eitt sem er sérstaklega sameiginlegt með þessum tvennum stjórnvöldum er sú tilhneiging að reyna með allskyns brögðum að koma sér undan því að taka ábyrgð á eigin klúðri. Vonandi er breytinga að vænta í þessum málum á næstu misserum, á ég þá bæði við hér heima sem og í hnattrænu samhengi.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 21:51
Björn síðustu alþingiskosningar voru þær 3ju í röð sem ég kaus ekki Framsókn hehe. Axel það þarf að vanda valið og Ráðherrar eiga að sjálfsögðu að vera fagráðherrar en mest um vert er að ráðuneytin sjálf séu fagráðuneyti en þar sem þar sitja pólitískir gæðingar vill því miður oft vera misbrestur á því.
Róbert Tómasson, 10.11.2008 kl. 21:57
Góðir punktar Bofs, Bush er að mig minnir líka með einhverjar háskólagráður þótt ótrúlegt sé.
Ég vona að þú reynist sannspár.
Róbert Tómasson, 10.11.2008 kl. 22:02
Þessar menntunarkröfur hjá mér voru nú bara svona fljótfærnis innlegg, alls ekkert tæmandi. Annars held ég að umhverfismálin geti orðið dáldið töff handleggur í ljósi þess að það byggist upp að svo miklu leyti af tilfinningum.
Varðandi forsætisráðherra þá held ég að hann þurfi meiri yfirsýn heldur en sá sem nú er við völd, þess vegna held ég að verkfæðimenntun væri ekki galli þar.
Varðandi Jóhönnu Sigurðardóttur þá verð ég að viðurkenna að hún getur farið óskaplega í taugarnar á mér. Hún endar hverja einustu ræðu á orðunum "... og þessu verður að breyta!" ... og ef hún er spurð þá hækkar hún róminn og endurtekur: "Þessu verður bara að breyta!"
Ég hef svo sem ekkert út á hennar málefni að setja en mér finnst hún starfa dáldið ófaglega. En það er svo sem allt í lagi svo lengi sem hún skilar árangri og hún virðist gera það.
Allavega þá er aðalpunkturinn hjá mér sá að við þurfum á fagmönnum að halda og losa okkur við stjórnmálamennina.
Axel (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:22
"Allavega þá er aðalpunkturinn hjá mér sá að við þurfum á fagmönnum að halda og losa okkur við stjórnmálamennina".
Það verður um það leyti sem frýs í helvíti. Þakka góð skoðanaskipti. Lifið heil.
Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.