5.11.2008 | 20:40
Ekki benda á mig
Mig hefur stundum dreymt það að allar mínar skuldir "hyrfu" á einhvern yfirnáttúrulegan hátt, en það gerist víst bara í ævintýrum svo ég sit uppi með allar mínar syndir og skuldbindingar, vill nefnilega svo til að ég er enginn prins á hvítum hesti sem fær að klípa í bossann á Mjallhvíti eða Þyrnirós.
En í bönkunum er þetta öðruvísi, þar leysir fólk vind og það kemur engin lykt, þegar það dettur kemur silkipúði eins og fyrir töfra og tekur af þeim fallið.
Og ef þeim hefur orðið á að kaupa eitthvað sem stuttu seinna reynist vera verðlaust, nota bene greitt með lánum, þá eru lánin á einhvern yfirnáttúrulegan hátt núlluð út, sem sagt eintómir prinsar og prinsessur og ævintýrið heldur áfram hjá þeim.
Ég skil ekki hvers vegna, en einhverra hluta vegna er mér farið að þykja svolítið vænna um nornirnar og drekana og hin skrímslin í ævintýrunum.
![]() |
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
p.s. gleymdi einu:
Burt með spillingarliðið!
Róbert Tómasson, 5.11.2008 kl. 20:41
Það væri náttúrulega bara sanngjarnt ef allir peningarnir hyrfu að allar skuldirnar gerðu það líka! Fatta ekki alveg hvaða reiknilíkön þetta lið er að nota....
En sko - ef þú værir að klípa Mjallhvíti í bossann, þá værir þú dvergur
Það er forgangsatriði að hafa ævintýrin á hreinu 
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 22:24
Kannski er ég risastór dvergur eða smávaxinn risi, hvorutveggja ásættanlegt allt annað en þingmaður eða bankastóri.
Róbert Tómasson, 5.11.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.