30.10.2008 | 08:08
Landinn að bjarga sér
Þegar harðnar á dalnum grípa menn til óyndisúrræða til þess að bjarga sér. Eyvindar eðlið er í okkur öllum, en í dag snýst það ekki um sauða þjófnað heldur að redda sér bensíni á bílinn og smáhnupl í búðum.
Ekki efa ég það að það verða settir á fót starfshópar til þess að þessir óprúttnu einstaklingar fái flýtimeðferð í kerfinu svo koma megi þeim bak við lás og slá, þó svo að stóru glæpamennirnir sem með samráði stálu kerfisbundið frá nánast hverju mannsbarni þjóðarinnar, gangi en lausir.
Og á meðan Eyvindur og Halla nútímans mega hírast í niður níddum hreysum sem þau eiga ekki lengur krónu í, býr auðvaldið ennþá í höllum og ferðast um í eðal vögnum og þarf ekki að stela á þá bensíni, þar sem þeir eiga jú evrur og fleira fínerí sem þeir eignuðust á fullkomlega "löglegan" hátt til þess að greiða fyrir.
SVONA ER ÍSLAND Í DAG.
![]() |
Feiknarleg hrina auðgunarbrota í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt. Um að gera fyrir fólk að stela "smotteríi" til þess að bjarga sér.
Bara svo maður viti hvers konar smáglæpi sem ekki skipta máli maður kæmist upp með ef þú værir Ríkislögreglustjóri - hvað finnst þér að maður megi kosta viðkomandi búð mikinn pening án þess að það skipti máli?
Gerirðu þér grein fyrir að vörur sem fólk rænir kosta viðkomandi fyrirtæki pening? Eða gleymdist það alveg í hugsanaferlinu sem leiddi til þess að þér finnst allt í lagi að stela, svo fremi sem það er "bara" bensín eða eitthvað annað smálegt?
Það tilkynnist hér með að ef einhver reynir að "redda sér" í minni verslun með því að stela þó ekki sé "nema" fyrir 50 kall, þá kæri ég það beint til lögreglu. Það er nefnilega þannig að viðkomandi 50 kall hefði annars hjálpað mér að kaupa mat fyrir mig og mína fjölskyldu - hvaða rétt á einhver gaur út í bæ til að taka það af mér?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:47
Sæll Bragi
Ég tel mig nú ekki vera að réttlæta smá glæpi og þjófnaði, heldur er ég að benda á þá staðreynd að þeir sem stela miljörðum virðast alltaf sleppa með það að slegið er á puttana á þeim og þeir beðnir að gera þetta aldrei aftur þ.e. "að láta komast upp um sig".
Róbert Tómasson, 30.10.2008 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.