Dánartíðni

Ekki held ég að það þurfi nú neinn sérfræðing til þess að sjá það að þeir sem þjást af hjarta og æðasjúkdómum lifi skemur en þeir sem gera það ekki, eins að þeir sem eru geðsjúkir eða þjást af geðrænum vandamálum séu líklegri til þess að stytta viðveru sína á þessari jörð en þeir sem heilbrigðir eru.

Það vantar líka í þessa könnun að þeir sem lifa nálægt öðrum hvorum pólnum séu líklegri til þess að frjósa í hel en eyðimerkurbúar og sjófarendur séu líklegri til þess að drukkna en þeir sem ferðast um loftin blá.

Efast ekki um að vísindamenn þeir sem unnu þessa rannsókn hafi fengið vel greitt fyrir þessar hávísindalegu niðurstöður, ég hefði nú líka, ókeypis nota bene getað skellt þessum niðurstöðum á borðið án þess að þurfa að hafa alltof mikið fyrir því, en það hefði enginn hlustað á mig, ég sagði líka fyrir löngu síðan að það kæmi að skuldadögum á íslensku fjármálafylleríi en það hlustaði heldur enginn á mig.  Áfram  Ísland, út af með Dabba, Geir og Ingibjörgu, amen.  


mbl.is Fylgni á milli veikindafrídaga og dauðsfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enda.... hver nennir að hlusta á þá sem eru með tóm leiðindi?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband