Landspítali og ýmisleg fleira

Nú liggur það fyrir að stór hluti skurðhjúkrunarfræðinga lætur af störfum á LSP á morgun vegna þess að stjórnin telur sig knúna til þess að framfylgja reglugerðum Evrópusambandsins um hvíldartíma.

Það kom fram í hádegisfréttum að sparnaður af þessum aðgerðum spítalans væri engin, einungis breytt vaktafyrirkomulag og launaskerðing hjá fyrrnefndum hjúkrunarfræðingum.

Það þarf engan speking til þess að skilja gremju hjúkrunarfræðinga, hver vill taka á sig launaskerðingu á sama tíma og verlag ríkur uppúr öllu valdi.

Guðlaugur Þór segir að kaup og kjör starfmanna spítalans séu ekki á ábyrgð ráðherra og reynir þar með að fyrra sig ábyrgð á þessari hörmulegu stöðu sem upp er komin.  Hver ber þá ábyrgðina, er það ekki á valdi hæstvirts ráðherra að hafa upp á viðkomandi og láta hann svara fyrir þetta klúður, því klúður er þetta mál alveg sama hvernig á þetta er litið.

Og talandi um ábyrgð, hvernig má það vera að ráðherrar virðast aldrei bera nokkra ábyrgð sama hvað á dynur, er ekki há laun þeirra ekki réttlætt með því að starfi þeirra fylgir mikil ábyrgð, fyrst þeir reyna endalaust að skorast undan henni er þá ekki rétt að þeir afsali sér hluta af laununum sínum.

Ég á svo sem ekki von á því, þar sem að við virðumst sitja uppi með einhverja almestu hrokagikki í ríkisstjórn sem ég man eftir, gjörsamlega getulausir gagnvart þeim vanda sem steðjar að heimilum landsins og almennu verkafólki.

Það vantaði ekki að á meðan uppsveiflan var sem mest að þá hlóðu þessir menn sig og hver annan lofi og þökkuðu sér herlegheitin en þegar allt fer niður á við þá eru þeir alsaklausir og kenna ytri aðstæðum um.  Staðreyndin er sú að þetta var allt fyrirsjáanlegt, erlendir sérfræðingar sem bentu á þetta voru stimplaðir hálfvitar og óvinir Íslands og við sem ekki fengum gefins kvóta, ekki banka eða símafyrirtæki, við og að öllum líkindum börnin okkar og jafnvel barnabörn sitjum uppi með reikninginn af þessari veislu sem sagt okkur var ekki boðið að éta eða drekka í þessu góðæri en við fáum magaverkinn og þynnkuna.

Við ráðamenn þjóðarinnar vill ég að lokum segja "Skammist þið ykkar ef þið kunnið, og ég tek það ekki nærri mér þó þið fengjuð heiftarlega yðrakveisu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Robbi minn ég er nokkuð sure á því að þeir kunna ekki að skammast sín.

Og hefði ég mikið vilja losna við magaverkinn þeirra og timburmennina

Eitt enn........til haminju með afmælið um daginn

Ásta Björk Hermannsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk Ásta mín það skall víst á mig eitt ár enn þrátt fyrir að ég reyndi að streitast á móti.

Róbert Tómasson, 30.4.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband