30.3.2008 | 19:16
Flugvellir og þéttbýli
Langflest flugslys verða í flugtaki eða lendingu. Í þessu tilfelli var það lán í óláni að íbúar hússins sem vélin lennti á voru erlendis í fríi.
Það er sama hvaða flugvöllur það er, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær, á eða við hann verður slys. Sama á við um Reykjavíkurflugvöll og þess vegna óskiljanlegt að íbúa byggð skuli þéttast í nágreni vallarins.
En ég ætla ekki að segja fólki hvar það á að hafa sinn flugvöll eða hvar það vill búa, persónulega hef ég engan áhuga að planta mér eða fjölskyldu minni í aðflugsstefnu nokkurs flugvallar.
Fimm fórust í flugslysinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Róbert
Ef þú skoðar aðflugin að Reykjavíkurflugvelli þá sérðu að þau eru mest yfir svæði þar sem ekki er íbúðarbyggð helsta byggða svæðið er miðbærinn og þar Alþingi, Ráðhús og Samgönguráðuneiti og getum við ekki verið sammála um að ef vél lendir á þeim þá getum við sagt "farið hefur fé betra" ?
Einar Þór Strand, 30.3.2008 kl. 19:36
Verð nú að viðurkenna að ég hallst að því að tjónið yrði ekki neitt tilfinnanlegt ef vél lennti á þessum byggingum.
En ef eitthvað fer úrskeiðis t.d. í flugtaki þá er reynt að snúa til vallarins aftur og þá er ekki lengur verið að tala um neinar ákveðnar stefnu lengur heldur ákveðinn radíus um völlinn.
Róbert Tómasson, 30.3.2008 kl. 19:41
Þessi slysa-lógik heldur ekki vatni. Það verða einnig mjög mörg umferðarslys í þéttbýli. Bílar og trukkar keyra inn á leikvelli og á íbúðarhús. Allir fólksflutningar hvort heldur á landi sjó eða í lofti krefjast fórna. Því miður. Flug er líklega öruggasti ferðamátinn þrátt fyrir allt.
Erling Guðnason (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:04
Flestir deyja nú samt í rúminu,, Ætla í framtíðinni að sofa á gólfinu,,Enginn getur nú samt flúið örlög sín ,,Bara aðferð til að fresta þeim,,SuKK,,
Bimbó (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:18
Mikið rétt Erling það er hægt að deyja í allskonar slysum, en flestir eru nú sammála um að ef hægt er að spara mannslíf með því að gera umhverfið öruggara þá er það sjálfsagður hlutur, það er engin ástæða til þess að sætta sig ið slys ef hægt er að komast hjá þeim.
Vel rýflega helmingur allra flugslysa er í lendingu eða flugtaki, en það þarf líka að taka það með í reikningin að flugið er lang, ég endurtek lang öruggasti ferðamátinn, en það er ekki þar með sagt að slys geti ekki orðið og sá hugsunarháttur að "það kemur ekkert fyrir mig" heldur, heldur ekki vatni.
Róbert Tómasson, 30.3.2008 kl. 21:23
Löngu tímabært að þessi blessaði flugvöllur okkar fari úr 101. Vona bara að fólk átti sig fljótlega á því.
Þór (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:00
Þeir sem óttast að verða fyrir flugvél í 101 ættu bara að fá sér bústað á Laugarvatni eða einhversstaðar þar sem þeir eru allavega nógulangt frá Vatnsmýrinni, flest flugslys á Íslandi hafa gerst fjarri mannabyggðum, þau slys sem gerst hafa á og við Reykjavíkurflugvöll eru svo fá að það má telja þau á fingrum sér, til allrar hamingju, sem er annað en hægt er að segja um Hringbrautina og Miklubrautina. Flutningur vallarins upp á Hólmsheiði myndi auka áhættuna margfalt sökum veður skilyrða, Reykjavíkur flugvöllur er einn sá ÖRUGGASTI í heiminum og íslenskir flugumferðastjórar eru með þeim bestu sem finnast í þeirri grein, enda sendir vítt og breitt um heimin til að þjálfa erlenda flugumferðastjóra samanber Kosovo og Afganistan svo eitthvað sé nefnt. En það að byggja BENSÍNSTÖÐ í brautarstefnu einnar aðal brautarinnar og Háskóla við hinn, er eitthvað sem þekkist ekki í öllum heiminum nema hjá vanhugsandi skipulagshönnuðum eins og í Reykjavík.
kkv,
Jón Svavarsson, 31.3.2008 kl. 00:25
Geri orð Jóns að mínum. Það er engin hætta af Vatnsmýrarvelli, heldur frekar kellingum og köllum sem kunna ekki að meðhöndla fjórhjóladruslurnar sínar.
Ólafur Þórðarson, 31.3.2008 kl. 01:08
Ef allt innanlandsflug til Reykjarvíkur yrði flutt til Keflavíkur þá yrði slys á fólki örugglega bara meira. Ef þú tekur tillit til slysa sem verða á Reykjarnesbrautinni og slysa sem hafa orðið við flug á Íslandi þá myndirðu sjá að það er mun hættulegra að keyra þarna á milli heldur en nokkurntíman búast við að flugvél fari í gegnum þakið hjá einhverjum í vatnsmýrinni eða annarsstaðar.
Plús ímyndaðu þér allan aukakostnaðinn. Það þyrfti að fara á milli þessa leið sem er á milli Keflavíkur og Reykjarvíkur. Þetta kostar eldsneyti og tíma, ekki amalegt það. Flugfarið er nógu dýrt eins og er.
Þetta er dauðadæmd hugmynd og fólk ætti bara að sleppa að pæla í þessu.
kv. JSJ
Jón Sindri (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.